Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
18. júní. 2004 07:09

Arnarvatnsheiðin var opnuð 15. júní

Nokkur hópur veiðimanna lagði leið sína á Arnarvatnsheiði þegar umferð þangað var leyfð þriðjudaginn 15. júní sl. Hvasst hafði verið í veðri dagana á undan en fiskur fór að gefa sig strax og vötnin tóku að hreinsa sig síðla dags á þriðjudeginum. Við Úlfsvatn var um 20 manna hópur að kvöldi opnunardagsins og höfðu margir sett í fisk. Tveir sem voru við veiðar fyrsta daginn höfðu á land 25 fiska, að stórum hluta væna urriða þetta 3 til 5 pund, en nokkrar bleikjur voru inn á milli. Athygli vakti ný veiðitækni sem byrjuð er að ryðja sér til rúms, en það er svokölluð orma-WD40 beita. Þessi tækni byggist einfaldlega á því að spreyja ryðhreinsiefninu WD40 á maðkinn eftir að búið er að þræða hann á öngulinn og viti menn.. Silungurinn verður alveg hamslaus og ræðst á agnið, þó ekkert veiðist á aðra beitu svo sem flugu eða spún á sama stað. Olíubrákin sem frá beitunni berst virkar hvetjandi á fiskinn á sama hátt og þegar beitt er makríl á öngulinn.
Þeim sem hyggjast leggja leið sína á Arnarvatnsheiði til veiða er bent á að nú eru seld veiðileifi á netinu á slóðinni www.lax-a.is en Árni Baldursson hjá Stangveiðifélaginu Lax-á hefur leigt veiðiréttinn af heimamönnum til næstu ára. Meðal breytinga til batnaðar má nefna að búið er að byggja nýtt 8 manna veiðihús við Úlfsvatn og vegarslóðinn þangað frá Norðlingafljóti hefur verið lagfærður nokkuð. Breyting til hins verra er hinsvegar að verð fyrir veiðileyfi er komið í 3000 krónur fyrir stangardag. Rétt er að benda mönnum á að jörð er víða blaut eftir rigningar í vor og sumar og því eru vegarslóðar víða á Arnarvatnsheiði viðsjárverðir sökum bleytu.
Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is