13. ágúst. 2004 10:00
Salernisaðstaða við Langasand
Undanfarna blíðviðrisdaga hafa hundruðir gesta flatmagað í sólinni á Langasandi á Akranesi. Þar er ágæt aðstaða til útiveru m.a. heit sturta. Fram að þessu hefur þó ekki verið salernisaðstaða við sandinn og hefur það reynst mörgum bagalegt. Úr þessu hefur nú verið bætt og eru 5 salernishús komin á grasbalann ofan við sandinn, við enda Jaðarsbrautar. Það voru starfsmenn Akraneskaupstaðar sem komu salernishúsunum þar fyrir í gær í kjölfar fjölda áskorana strandgesta.