21. ágúst. 2004 08:17
Fjall til sölu
Nú hefur verið boðinn til sölu stór hluti jarðarinnar Hafnar í Leirár- og Melasveit. Um er að ræða yfir 2000 ha lands sem nær yfir stærstan hluta undirlendis við Hafnarfjall, fjallið sjálft og dalina austan við það. Húsakostur á jörðinni er ekki innifalinn í þessari sölu. Sá hluti sem telja má láglendi á jörðinni er um 680 ha en 195 ha þess lands eru skipulagðir sem nytjaskógar og hefur mikil uppgræðsla farið þar fram á síðustu árum eins og vegfarendur um þjóðveg 1 hafa vafalaust tekið eftir. Ekki er settur verðmiði á fjallið og umhverfi þess, en óskað eftir tilboðum.