23. ágúst. 2004 08:52
Hjólabrettagarður í skoðun
Til skoðunar er hjá Akraneskaupstað möguleikar á uppsetningu hjólabrettagarðs í bænum líkt og víða þekkist m.a. í sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu. Einkum hefur svæðið við Grundaskóla verið nefnt í þessu sambandi sem ákjósanlegur staður. Að sögn Aðalsteins Hjartarsonar sviðsstjóra æskulýðs- og tómstundamála liggur fyrir æskulýðs- og forvarnarnefnd bæjarins að fjalla um möguleika og útfærsluleiðir á slíkri framkvæmd og leggja fram tillögur fyrir bæjarráð. Aðalsteinn segir sterkan vilja í bæjarráði að kanna kostnað og umfang framkvæmdar af þessu tagi enda hafi hjólabrettavellir reynst vinsælir víða þar sem þeir hafa verið settir upp t.d. í Garðabæ, Reykjavík og Mosfellsbæ.