Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
24. júní. 2013 08:14

Heiðruðu aldna sjósundskappa

Stjórn Sjóbaðsfélags Akraness heiðraði í gær þá félaga Helga Hannesson og Tryggva Björnsson fyrir þeirra þátt í að kveikja áhuga fyrir sjósundi á Akranesi. Var þeim afhent viðurkenningarskjal og blóm við stutta athöfn á Aggapalli. Í ávarpi sem Guðmundur Sigurbjörnsson formaður sjóbaðsfélagsins hélt sagði hann m.a: „Við sem erum í þessum félagsskap lítum á þá Helga og Tryggva sem frumkvöðla á þessu sviði þó svo að sjósund hafi byrjað fyrir rúmum 100 árum síðan. Það var fyrir nærri tveimur árum sem við hjá sjóbaðsfélaginu héldum upp á þessi tímamót með sjósundi í Lambhúsasundi þar sem fyrsta sundkeppnin á Akranesi fór fram. Við munum flest eftir því þegar Helgi og Tryggvi voru að synda hér í sjónum á Langasandi og það vakti aðdáun okkar. Við sem stundum sjósund í dag vitum vel hversu góð tilfinning það er að synda í sjónum við Langasand. Það er í senn áskorun og vellíðan og færir okkur aukinn kraft,“ sagði Guðmundur.

 

 

 

Skömmu eftir að þeim köppum var veitt þessi viðurkenning í gær var þreytt svokallað Skarfavararsund í annað sinn, en það er um 1600 metra sjósund frá Skarfavör að Langasandi. Hátt í 30 manns stunda sjósund á Akranesi á hverju ári. Þátttakan er eins og gengur meiri á sumrin, en þó er hópur hátt í tíu sundkappa sem fer allt árið í sjóinn, hvernig sem viðrar.

 

Fer daglega í sund

Það var létt yfir þeim Tryggva og Helga eftir stutta athöfn á Langasandi. Aðspurðir sögðust þeir ekki muna hvor þeirra hafi byrjað að synda meðfram ströndinni við Langasand, en oft hafi þeir synt þar saman. „Ég fylgdist með því þegar Tryggvi var að fara þetta upp í þrisvar á dag niður í sjó til að kæla sig,“ rifjar Helgi upp. Tryggvi, sem er Strandamaður, kveðst snemma hafa byrjað að iðka sjósund. Það sé hressandi og nærandi. Sjálfur fer hann enn í sund á hverjum degi, að vísu í sundlaugina á Jaðarsbökkum, enda er hann líkamlega vel á sig kominn þótt árin séu orðin mörg. Á fimmtán ára afmæli Jaðarsbakkalaugarinnar, haustið 1998, fékk Tryggvi sérstaka viðurkenningu fyrir góða ástundun í laugina og væri ástæða til að endurtaka leikinn nú 30 árum eftir vígslu hennar því iðulega er Tryggvi að ganga heim úr sundlauginni í hvaða veðri sem er þegar nágrannar hans við Jaðarsbrautina eru að vakna um sjöleytið á morgnana.

 

Hreinsar hugann

Helgi Hannesson sundkennari kenndi flestum þeim að synda sem nú stunda sjósund á Langasandi. Helgi kveðst ekki hafa farið í sjóinn síðustu tvö árin enda verið að kljást við veikindi. „Sjósund er hins vegar allra meina bót og ekkert er betra til að hreinsa hugann en að synda í sjónum,“ segir hann. Helgi á enn gildandi Íslandsmet í sundi, en það setti hann árið sem hann varð 55 ára, eftir að hann fékk fyrsta hjartaáfallið. Metið er í 400 metra skriðsundi í flokki 50 ára og eldri og var sett fyrir 18 árum.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is