Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
22. september. 2004 10:31

Bráðabirgðaverslun í október

Ákveðið hefur verið að verslun 10/11 í Stykkishólmi verði breytt í Bónusbúð. Breytingin tekur gildi um mánaðamótin október / nóvember og liggur fyrir að nokkurt rask verður á hefðbundnum verslunarrekstri á meðan, eða í um þriggja vikna skeið. Svanur Valgeirsson er starfsmannastjóri hjá Bónus. Hann segir að fyrirtækið sé nú að leita að hentugu bráðabirgðahúsnæði í Stykkishólmi á meðan húsnæði verslunarinnar verður breytt, eða tímabilið 10. til 30. október. “Líklega munum við koma okkur fyrir í anddyri félagsheimilisins og erum nú að ræða við Pétur Geirsson um það. Það verður að vísu ekki um fjölbreytt vöruúrval að ræða á meðan, en við leggjum áherslu á að íbúar þurfi ekki að keyra langan veg til að nálgast brauð, mjólkurvörur, ávexti og aðrar helstu nauðsynjar. Við verðum hinsvegar að hafa opnunartímann eitthvað styttri en venja er til,” sagði Svanur í samtali við Skessuhorn. Hann segir að Bónusmenn hafi mætt miklum velvilja frá íbúum í Stykkishólmi varðandi fyrirhugaðar breytingar, enda eigi þeir að geta horft fram til lækkandi vöruverðs.
Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is