Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
22. september. 2004 11:10

Fá ekki afnot af kennslustofum í verkfalli

Nú eru áhrif kennaraverkfallsins farin að birtast í ýmsum myndum. Nokkrir nemendur Grundaskóla á Akranesi hafa, í kjölfar verkfallsins, lýst yfir óánægju með að fá ekki að nýta kennslustofur skólans á skólatíma á meðan á verkfalli stendur. Jóhanna Gísladóttir, nemandi í 10. bekk Grundaskóla segir að hún og nokkrar bekkjarsystur hennar hafi viljað fá að læra sjálfar í skólanum til að nota tímann sem best í verkfallinu. “Við ætluðum að læra saman í hópi því þá getum við kennt hvor annarri, sú sem er góð í íslensku segir hinum til o.s.fv. Við fengum hinsvegar ekki að fara inn vegna þess að það var talið vera verkfallsbrot,” segir Jóhanna. Hún segir að í staðinn verði hún og vinkonur hennar að finna sér pláss í einhverri kjallarageymslu eða í einhverju öðru óhentugu húsnæði. Guðbjartur Hannesson skólastjóri Grundaskóla sagði það ekki koma til greina að hafa nemendur eftirlitslausa í kennslustofum á skólatíma og ef ætti að hafa starfsmann yfir þeim þá væri það skýlaust verkfallsbrot. Hann kvaðst hinsvegar skilja afstöðu nemenda sinna og ef það hefði verið mögulegt þá hefði hann komið til móts við þeirra óskir.
Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is