Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
14. ágúst. 2004 09:18

Fullt í Fjölbraut á Akranesi

Vel á sjöunda hundrað nemenda hafa skráð sig til náms í Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi á komandi önn og er nú fullt í skólann. Athyglisvert er að innrituðum nemendum hefur fjölgað þrátt fyrir að nýr 100 manna skóli bætist við á Snæfellsnesi í haust. Nokkur biðlisti hefur myndast eftir plássi í skólann og verður unnið úr honum á næstu dögum. Ekki er útlit fyrir að þeim nemendum sem eru á biðlista verði úthýst en þó gæti svo farið að þeir fengju ekki alla þá áfanga í töflu sem sótt er um. Einnig hefur gætt nokkurs vanda við að finna húsnæði handa þeim nemendum sem ekki eiga heimili á Akranesi eða í nærsveitum, enda talsvert fleiri en verið hafa undanfarin ár. Í samtali við Skessuhorn segir Hörður Helgason skólameistari að þrennt skýri þessa fjölgun. Í fyrsta lagi fjölmennari árgangur nýnema, þ.e. fæddir 1988, í öðru lagi kemur hærra hlutfall þess árgangs í skólann og í þriðja lagi er aukning í eftirspurn eldri nema um áframhaldandi nám. Hörður kveðst þessa stundina vera að sækja um viðbótarfjárveitingu til ráðuneytisins til að geta mætt fjölgun umsókna við FVA.
Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is