26. ágúst. 2004 01:00
Vinningur til Auðar
Dregið hefur verið í áskriftarleik Skessuhorns fyrir ágústmánuð. Þátttökurétt öðlast sjálfkrafa skuldlausir áskrifendur Skessuhorns á útdráttardegi. Að þessu sinni er vinningurinn 20.000 króna vöruúttekt í versluninni Nínu á Akranesi. Sú heppna að þessu sinni er Auður Pétursdóttir, Ausu í Borgarfirði og fær hún sent gjafabréfið. Skessuhorn óskar Auði til hamingju með vinninginn.
Í september verður vinningurinn í áskriftarleiknum einnig 20.000 króna gjafabréf, en að þessu sinni vöruúttekt í versluninni Ozone, við Kirkjubraut á Akranesi.