Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Lágnætti. Fjórði Þórsdagur í Haustmánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
08. október. 2004 10:08

Náttúruvernd, umhverfismál og velferð sveitarfélaga

Í dag og á morgun, 8. og 9. október munu fulltrúar sveitarfélaga víðs vegar að af landinu koma saman í Hvalfirði og ræða margvísleg málefni sveitarfélaganna, er lúta að náttúruvernd og velferð þeirra til framtíðar. Í dag munu fulltrúar náttúruverndarnefnda sveitarfélaga funda, skilgreina hlutverk sitt og jafnframt hlýða á fyrirlestra sem m.a. tengjast náttúruvernd, ferðaþjónustu og friðlýsingu svæða. Á morgun verður á sama stað haldin árleg ráðstefna um málefni Staðardagskrár 21 og sjálfbæra þróun. Yfirskrift ráðstefnunnar að þessu sinni er: Sjálfbærar byggðir. Dagskráin er fjölbreytt en þó verður, eins og yfirskriftin gefur til kynna, megin áhersla lögð á byggðir í landinu og það með tilliti til atvinnulífsins. Fróðleg erindi verða flutt um ferðaþjónustu, landbúnað, fiskveiðar og álframleiðslu. Þá munu fulltrúar sveitarfélaga greina frá Staðardagskrárstarfinu heima fyrir og áhersla verður einnig lögð á grænar lykiltölur, sem talsvert hafa verið í umræðunni undanfarið.
Sérstök athygli er vakin á athöfn sem fer fram í upphafi dagskrár, kl. 10.00 laugardaginn 9. október, þar sem Umhverfisráðherra, Sigríður Anna Þórðardóttir, mun ásamt fulltrúum þriggja sveitarfélaga undirrita Ólafsvíkuryfirlýsinguna, sem sveitarfélögin hafa samþykkt. Ólafsvíkuryfirlýsingin er yfirlýsing um framlag íslenskra sveitarfélag til sjálfbærrar þróunar og hafa nú 36 sveitarfélög samþykkt hana.
Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is