Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
09. október. 2004 10:17

Bandaríkjaforseti minnist Dalamanns frá Íslandi

George W. Bush, Bandaríkjaforseti, lýsti því yfir í gær að 9. október ár hvert verði framvegis dagur Leifs Eiríkssonar, Dalamanns, sonar Íslands og sonarsonar Noregs. Hvetur Bush alla Bandaríkjamenn til að heiðra norræna arfleifð í Bandaríkjunum með hátíðarhöldum hverskonar. Í yfirlýsingu, sem birt er á heimasíðu Hvíta hússins, segir að fyrir rúmum 1000 árum hafi Leifur Eiríksson og menn hans siglt yfir Atlantshafið og orðið fyrstu Evrópumennirnir til að stíga á land í Norður-Ameríku. Í október ár hvert sé þessa hugrakka víkings og sögufrægrar siglingar hans minnst í Bandaríkjunum.
Þá segir að innflytjendur frá Danmörku, Finnlandi, Íslandi, Noregi og Svíþjóð og afkomendur þeirra hafi lagt mikið að mörkum í Bandaríkjunum, svo sem á sviði viðskipta, stjórnmála, lista og menntunar. Norrænir Bandaríkjamenn hafi einnig tekið þátt í að móta þjóðfélag og menningu landsins. Orka þeirra og bjartsýni hafi örvað aðra til dáða og hugrekki þeirra, hæfileikar og áræðni hafi leikið mikilvægt hlutverk í þróun Bandaríkjanna. Nú geti milljónir Bandaríkjamanna rakið uppruna sinn til norrænna landa.
Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is