Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
05. maí. 2004 04:02

Hervar fagnar því að rannsókn fari loks af stað

Aðalfundur Verkalýðsfélags Akraness var haldinn sl. fimmtudag. Þetta var fyrsti aðalfundur nýrrar stjórnar sem tók við á sl. ári eftir talsvert róstursamt tímabil í sögu félagsins. Á fundinum voru ársreikningar fyrir árin 2002 og 2003 samþykktir, kosið var í stjórn orlofs- og sjúkrasjóðs, kjörstjórn og skoðunarmenn reikninga.
Að sögn Vilhjálms Birgissonar formanns, var fundurinn langur en gagnlegur, en hann stóð í rúma 5 klukkutíma. Félagsmenn óskuðu eftir að blaðamaður yrði ekki viðstaddur fundinn en aðspurður sagði Vilhjálmur í samtali við Skessuhorn að fundurinn hafi farið vel fram. “Við erum staðráðin í að lægja öldurnar í félaginu og við erum komin vel á veg með það,” sagði Vilhjálmur.
Opinber rannsókn

Varðandi málefni fyrrum formanns VLFA, Hervars Gunnarssonar, sagði Vilhjálmur að fundurinn hafi samþykkt tillögu Lárusar Engilbertssonar, þess efnis að fara fram á opinbera rannsókn á fjárreiðum félagsins og óútskýrða reikninga frá tíð formannsins fyrrverandi. Vilhjálmur sagði endurskoðanda félagsins hafa lýst því yfir, eftir að hafa skýrt reikninga félagsins, að honum hafi sjálfum orðið á ákveðin mistök og að fyrrverandi formaður hafi að öllum líkindum ekki verið traustsins verður.”
Hervar Gunnarsson sagðist í samtali við Skessuhorn fagna framkominni tillögu félagsins: “Ég hefði viljað að opinber rannsókn hefði farið fram fyrir löngu í stað þess að tiltekinn einstaklingur, sem virðist hafa tekið það sér fyrir hendur að koma mér á kaldan klaka, stæði í slíkri vinnu,” sagði Hervar. Hann bætti við: “Ég ítreka að ég fagna því að opinber og óháð rannsókn fari nú loks af stað.”

Afmælisár

Vilhjálmur segir að rekstur félagsins og fjármálastjórnun hafi tekið algjörum stakkaskiptum til hins betra frá því ný stjórn tók við félaginu. “Félagið átti yfir 20 milljónir í útistandandi kröfum sem náðu allt aftur til ársins 1997, en við erum nú búin að innheimta nær helming þeirrar upphæðar. Það neikvæða hjá okkur er að félagssjóðurinn var rekinn með 2ja milljóna króna tapi á síðasta ári, en heildarkostnaður við kaup og endurbætur á félagshúsinu að Sunnubraut 13 er um 20 milljónir króna, eða 5-6 milljónir umfram fasteignaverð hússins. Því verðum við að bókfæra þann mismun sem tap í rekstri félagsins,” sagði Vilhjálmur.
Nýr framkvæmdastjóri tekur við hjá félaginu nú um miðjan mánuðinn, en Haraldur Ingólfsson sem gegnt hefur því starfi frá sl. ári hverfur til starfa hjá KB banka en við tekur Hugrún Ósk Guðjónsdóttir sem undanfarið hefur starfað á skrifstofunni við önnur störf. Aðspurður segir Vilhjálmur að bjart sé framundan hjá VLFA. “Félagið verður 80 ára þann 14. október í haust og af því tilefni verður m.a. gefið út veglegt afmælisrit og haldin hátíð í haust. Fyrst og fremst verður þó lögð áhersla á að kveða niður neikvæða umræðu og leggja áherslu á að menn ræði framtíðina fremur en velta sér sífellt upp úr gömlum deilumálum,” sagði Vilhjálmur að lokum.
Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is