Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
26. júlí. 2004 05:14

Snæfellsnesið -eins og það leggur sig:

Um síðustu helgi afhenti Reynir Ingibjartsson Björgu Ágústsdóttur sveitarstjóra í Grundarfirði fyrsta eintakið af kortamöppu sem fengið hefur nafnið “Snæfellsnes, -eins og það leggur sig.” Um er að ræða fjögur aðskilin kort sem Reynir hefur unnið og gefið út. Þrjú kortanna eru um hringleiðir sem hægt er að fara á Snæfellsnesi. Í fyrsta kortinu var tekið fyrir svæðið milli Vantaheiðar og Heydals og nefnist það Inn-Snæfellsnes, annað kortið nefnist Mið-Snæfellsnes og er um svæðið milli Vatnaleiðar og Fróðárheiðar og hið þriðja er leiðin kringum Snæfellsjökul, þ.e. vestan Fróðárheiðar og heitir einfaldlega “Kringum Snæfellsjökul.” Þessi þrjú kort byggja á því að farinn er hringur um viðkomandi svæði og á bakhlið þeirra er nákvæm myndskreytt leiðarlýsing af viðkomandi svæði.
Á öllum kortunum er m.a. mikill fjöldi göngu- og reiðleiða sem flestar hverjar hafa ekki áður verið kortlagðar. Til viðbótar þessum þremur kortum er fjórða kortið þar sem höfundur fellir í eitt leiða- og þjónustukort allt svæðið með talsverðum upplýsingum um þjónustu á Snæfellsnesi. Saman er hægt að fá öll kortin keypt í öskju á 1.500 krónur. Hringleiðakortunum hefur hinsvegar hverju fyrir sig verið dreift endurgjaldslaust í upplýsingamiðstöðvum á svæðinu.

Reynir Ingibergsson er fæddur og uppalinn í Hraunholtum í Kolbeinsstaðarhreppi og segist aðspurður að verkefni þetta hafi hann fyrst og fremst unnið vegna sterkra tauga til uppruna síns. Hann hefur lengstan sinn aldur búið fyrir sunnan og starfaði m.a. lengi sem formaður Landssambands samvinnustarfsmanna og beitti sér auk þess fyrir stofnun Búmanna og Búseta sem bæði eru húsnæðissamvinnufélög.
Í samtali við Skessuhorn kvaðst Reynir hafa lagt mikla vinnu í að leita heimilda um svæðið, svo sem gömul býli og eyðijarðir til að safna heimildum í korta- og leiðalýsingu þessa. Verkið hafi hann að hluta unnið með styrk frá stofnunum og fyrirtækjum en býst ekki við að fá neitt upp í laun og annan kostnað er viðkemur hans eigin vinnu við verkið. “Líklega er heildarkostnaður við þetta um 5 milljónir króna og verð ég nú að einhenda mér í nokkra vinnu við að ljúka fjármögnun þess,” segir hann aðspurður um peningahliðina á svo viðamikilli útgáfu. “Í verkefni sem þessu getur seint orðið um arðsemi að ræða en huggun þess meiri fengin í staðinn með tilganginum og jákvæðum viðtökum almennings.”

Sú hugmynd að skipta Snæfellsnesinu upp í þrjá hringi eftir fjallaleiðunum og gefa hverju svæði sitt nafn er aðferð sem mætti nota um allt land, en hér er í fyrsta skipti farin. Saman mynda þessi fjögur kort heildstætt og aðgengilegt heimildasafn um Snæfellsnes; ferðafólki, áhugafólki um sögu og náttúruunnendum til mikils hægðarauka. Aðspurður segist hann ekki vita til þess að þessi leið hafi áður verið farin í kortagerð, þ.e. að tilteknu landssvæði væri skipt niður í viðráðanlegar dagleiðir með upplýsingum um hvaðeina úr fortíð og nútíð sem skiptir máli. Til dæmis um efnistök eru tekin fyrir skipsströnd við strendur, upplýsingar um 20-30 ölkeldur, bæjarnöfn, eyðibýli og fjölmörg örnefni. Heimilda hefur Reynir m.a. leitað með göngum um svæðið, með spjalli við heimamenn og lestri eldri gagna. “Á öllu þessu svæði þurfti ég einungis að búa til tvö ný heiti eða örnefni. Annars vegar er það Kjarvalslækur sem er á leiðinni upp á Jökulháls og hitt er brekka vestan við Hítará sem nefnd er Fagrabrekka en þar var kvartettinn Leikbræður stofnaður á sínum tíma en í honum var Friðjón Þórðarson fyrrum sýslumaður og ráðherra meðal annarra.”
Að lokum fullyrðir Reynir að eftir útkomu þessara korta sé ekkert svæði hér á landi jafn ítarlega kortlagt jafn og Snæfellsnesið. Um kortagerð sá Ólafur Valsson, umsjón með verkinu, myndatöku og textagerð sá Reynir Ingibjartsson en Prentverk Akraness prentaði.
Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is