Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
24. júní. 2013 02:29

Gönguleiðir vinsælar og fjölskrúðugt dýralíf í Þjóðgarðinum

Gestastofa Þjóðgarðsins Snæfellsjökuls var opnuð helgina 18.-19. maí sl. og verður opin fram til 10. september. Opnunartími Gestastofunnar er frá klukkan 10 til 17 alla daga en þar er að finna náttúru- og minjasýningu sem gestir geta skoðað og skynjað í nálægð við náttúruna í Þjóðgarðinum. Einnig er hægt að kynna sér verbúðalíf á Snæfellsnesi á árum áður á sérstökum upplýsingaskiltum sem þar er að finna. „Það hefur nokkuð stöðugur straumur fólks verið í Gestastofuna og eru gestir farnir að nálgast 100 á dag,“ segir Sigurður Jóhannsson landvörður sem stóð vaktina þegar blaðamaður heimsótti stofuna í síðustu viku. Fjórir landverðir eru að störfum í Þjóðgarðinum í sumar en auk þess starfa tveir til viðbótar í skemmri tíma. Sigurður segir mikið af ferðamönnum fara á Djúpalónssand. „Það er geysilega mikið sótt á Djúpalónssand, enda staðurinn fallegur og vel þekktur og þar fyrir utan eru þar salerni sem því miður vantar víða. Vegurinn þangað er þó ekki nógu góður enda var hann gerður upphaflega fyrir björgunarsveitir til að þjónusta Dritvikurskýlið. En vegurinn er skemmtilegur og fellur vel að landinu. Um hann er gríðarmikil umferð og er hann t.a.m. ein fjölfarnasta rútuleiðin hér á svæðinu.“

Ferðamenn sækja Gestastofuna grimmt til að kynna sér gönguleiðir um þjóðgarðinn. „Það sem er vinsælast hjá okkur í dag eru gönguleiðabæklingarnir okkar. Lengst af hefur þeim verið dreift ókeypis en nú er verið að selja þá á 300 krónur. Ég bendi fólki á að algengasta leiðin er Arnarstapi og Hellnar og númer tvö sé Djúpalónssandur til Dritvíkur. Það er geysilega gaman að benda ferðamönnum á kortið því myndlæsi er svo mikið,“ segir Sigurður. Farið er í margar skipulagðar gönguferðir yfir sumarið í þjóðgarðinum sem hægt er að kynna sér á vef hans, www.snaefellsjokull.is, auk þess sem hún liggur víða frammi í upplýsingamiðstöðvum Vesturlands og öðrum áningastöðum.

 

Mikið dýralíf er í þjóðgarðinum og er nokkuð um ref og þekkt greni eru innan Þjóðgarðsins. Þjóðgarðurinn hefur í gegnum árin boðið upp á ferðir að grenjum til að freista þess að sýna fólki refi. „Dýralífið í Þjóðgarðinum er mjög fjörugt. Oft er hægt að sjá refi frá veginum og fyrir stuttu sáu margir göngumenn ref gæða sér á eggi á milli Arnarstapa og Hellna þar sem hann kippti sér ekkert upp við að fólkið var að skoða hann,“ segir Sigurður. Fuglabjörg eru vel sýnileg og því auðvelt að skoða sjófuglana. Einnig hafa hvalir látið kræla á sér sunnan við Snæfellsnesið og hafa verið auðsýnilegir frá Hellnum um þó nokkurt skeið.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Dalabyggð

Hornabú

Grundarfjarðarbær

ATH! Breyttur tími og dagsetning stofnun Matarklasa

Grundarfjarðarbær

Sorphirða

Grundarfjarðarbær

Aðalskipulag Grundarfjarðar - tillaga

Grundarfjarðarbær

Hunda- og kattahreinsun

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is