Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
24. júní. 2013 05:09

Matvælastofnun hefur á ný stöðvað afurðadreifingu frá Brúarreykjum

Síðastliðinn föstudag stöðvaði Matvælastofnun (MAST) dreifingu afurða og dýra frá Brúarreykjum ehf. í Stafholtstungum í Borgarfirði. Steinþór Arnarson lögfræðingur MAST, staðfesti þetta í samtali við Bændablaðið sem birti frétt þessa efnis í dag. Steinþór sagði að bannið hafi tekið gildi strax á föstudaginn og tæki til mjólkur, sláturgripa, sem og lifandi gripa. Er þetta í annað sinn á sjö mánuðum sem búið er svipt framleiðsluleyfi. „Það var út af lyfjamálum sem sú ákvörðun var tekin að stoppa dreifingu á afurðum frá búinu,“ sagði Steinþór Arnarson við bbl.is. Samkvæmt tilkynningu sem MAST sendi afurðastöðvum á föstudaginn kemur fram að bannið sé tilkomið vegna gruns um brot á löggjöf um notkun dýralyfja og löggjöf um matvælaframleiðslu. Sagðist Steinþór hafa sent þetta erindi á afurðastöðvarnar og Landssamtök sláturleyfishafa.

 

 

 

 

Mjólkursamsalan (MS) hefur tekið við mjólk frá Brúarreykjum í samræmi við endurnýjað starfsleyfi sem MAST veitti býlinu 12. janúar á þessu ári eftir að gerðar höfðu verið endurbætur á rekstrinum í kjölfar þess að MAST afturkallaði það í byrjun desember 2012. Það bann var sett vegna brota á reglum um hollustuhætti við framleiðslu mjólkur og sláturgripa. Fundið var að hreinlæti við handþvottaaðstöðu, mjaltaþjónn var skítugur, for var um allt fjós og upp um veggi og gripir skítugir. Þá var þrifum á mjólkurtanki mjög ábótavant, auk þess sem of margir gripir voru í fjósinu.

 

Mjólkinni fargað frá því í janúar

Einar Sigurðsson, forstjóri Mjólkursamsölunnar (MS) og Auðhumlu, segir að þrátt fyrir að MS hafi tekið við mjólkinni frá búinu frá því í janúar hafi hún ekki farið inn í framleiðslukerfi MS heldur verið fargað undir eftirliti. „Vegna fréttar í dag um málið, og snertir málefni Brúarreykjabúsins og sviptingu afurðasöluleyfis þess, vill Mjólkursamsalan koma því á framfæri að engin mjólk frá lögbýlinu á Brúarreykjum hefur farið til vinnslu og sölu hjá Mjólkursamsölunni ehf. frá 2. desember 2012,“ sagði Einar Sigurðsson í samtali við Skessuhorn. Hann segir að búið á Brúarreykjum hafi í janúar sl. fengið aftur leyfi frá Matvælastofnun en það hafi verið bundið ákveðnum fyrirvörum af hálfu stofnunarinnar, en Mjólkursamsalan hafi strax þá tekið þá afstöðu að nýta ekki mjólk frá búinu til vinnslu og sölu við þær kringumstæður. „Síðan hefur allri framleiðslu af búinu verið fargað með staðfestum hætti allt fram til síðasta föstudags. Nú þarf MS ekki lengur að sækja framleiðsluna og kosta förgun hennar, þar sem framleiðsluleyfið hefur nú verið afturkallað,“ sagði Einar Sigurðsson í samtali við Skessuhorn.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is