Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Lágnætti. Fjórði Þórsdagur í Haustmánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
20. október. 2004 03:40

Ný upplýsingaveita samfélagsins sunnan Skarðsheiðar

Heimasíða samfélagsins sunnan Skarðsheiðar verður opnuð á morgun, fimmtudag, á slóðinni www.hvalfjordur.is. Síðan er samstarfsverkefni Búnaðarfélagsins, Verkalýðsfélagsins Harðar og Heiðarskóla og er hún unnin í vefumsjónarkerfinu Nepal. Síðunni verður hleypt af stokkunum á morgun samhliða því að kynning á skýrslu um sameiningu sveitarfélaganna sunnan Skarðsheiðar fer af stað en á síðunni er einmitt meðal annars að finna skýrslu um sameininguna.
“Heimasíðunni er ætlað að vera upplýsingabanki um samfélagið okkar ásamt því að auðvelt verður að koma á framfæri fréttum og tilkynningum ýmiskonar sem að okkur snúa. Það er með þennan vef eins og marga aðra að umferð um hann ræðst af því efni sem á hann fer. Hægt verður að opna fyrir aðgang fyrir hin ýmsu félög, stofnanir og einstaklinga sem á svæðinu eru. Væntanlega verður haldinn kynningarfundur um notkun og gagnsemi vefjarins á næstu vikum en þá verður komin einhver reynsla á keyrslu hans, þannig að hægt verði að svara fyrir um hvað skynsamlegt sé að gera með þróun hans,” segir Ásgeir Kristinsson á Leirá, en hann hefur stýrt uppbyggingu vefjarins og er jafnframt formaður Búnaðarfélagsins. Ásgeir segir allar ábendingar um vefinn og efni hans vel þegnar.
Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is