Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
28. október. 2004 09:35

Tax Free dagar á Akranesi hefjast í dag

Verslunar-og þjónustuaðilar í Markaðsráði Akraness komu saman til fundar sl. fimmtudag og lögðu línurnar í starfi félagsins fram til jóla. Rakel Óskarsdóttir er markaðsfulltrúi Akraneskaupstaðar og er hún félögum í MRA til aðstoðar við ýmis mál. Hún segir að meðal þess sem sé á dagskrá Markaðsráðs megi nefna jólabingó 2. desember, barnaskemmtun í Bíóhöllinni 11. desember og jólasveinarölt á aðventunni svipað og áður, nú í samvinnu við leikfélagið. Einnig er stefnt að ýmsum uppákomum á Þorláksmessu. Kaupmenn halda einnig Tax Free daga fimmtudag, föstudag og laugardag í þessari viku þar sem fólki gefst kostur á að fá sömu aflsáttarkjör og erlendir ferðamenn fá öllu jafna í verslunum hér á landi.
“Ákveðið var á fundinum að gefið verði út svokallað viðburðardagatal þar sem allir viðburðir til jóla eru settir saman í eitt skjal, hvort sem uppákoman verður á vegum fyrirtækja, stofnana eða félagasamtaka og dreifa síðan í öll heimili og fyrirtæki á Akranesi og í nærsveitir.”
Rakel segir aðra nýjung hjá MRA vera að bjóða upp á gjafabréf sem handhafar þeirra geti notað hjá öllum verslunar- og þjónustuaðilum innan vébanda Markaðsráðs. “Gjafabréfin koma til með að verða til sölu á hlutlausum stöðum þar sem aðgengi að þeim verður gott. Stefnt er að því að byrja sölu þeirra í nóvember. Einnig er hugmyndin að gjafabréfin verði framvegis til sölu allt árið enda tilvalið að gefa slíkar tækifærisgjafir,” segir Rakel.

Tax Free dagar
Rakel segir að um næstu helgi, nánar tiltekið dagana 28.-30. október, verði Tax Free dagar í um 20 verslunum á Akranesi. “Þeir sem gera innkaup fyrir meira en 4.000 krónur á Tax Free dögum fá 15% afslátt af keyptri vöru, líkt og erlendir ferðamenn geta fengið hér á landi. Misjafnt er hvort verslanir veita afslátt af völdum vöruflokkum eða öllum vörum, en ljóst að hér getur verið um að ræða umtalsverða kjarabót. Kaupmenn jafnt sem neytendur hafa alltaf tekið Tax Free dögum fagnandi og því gerum við ráð fyrir góðri verslun um næstu helgi,” sagði Rakel að lokum.
Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is