Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
09. júní. 2004 11:42

Kærkomin tilbreyting

Síðastliðinn laugardag buðu félagar úr Vesturlandsdeild 4X4 skjólstæðingum Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra á Vesturlandi í ökuferð um Snæfellsnes. Flestir voru þetta íbúar á sambýlum fatlaðra af öllu Vesturlandi. Farið var af stað á 20 jeppum klukkan 10 um morguninn og fólkinu safnað í bílana fyrst á sambýlunum á Akranesi en aðrir voru teknir upp í Hyrnunni í Borgarnesi. Alls voru 53 sem þáðu boðið í ferðina og þar af voru fjórir í hjólastólum.
Gísli Björnsson, sjúkraflutningamaður á Akranesi var í undirbúningshópnum sem skipulagði ferðina fyrir 4X4 félaga. Hann lýsir ferðinni svona: “Ekið var sem leið lá vestur á Mýrar og farin leiðin að Álftanesi og þaðan að Ökrum þar sem áð var og fólki hleypt út til leiks í fjörunni. Síðan var ekið að Snorrastöðum en þar var hápunktur ferðarinnar fyrir marga. Þar var grillað fyrir mannskapinn af félögum 4X4 klúbbsins. Allir tóku hressilega til matar og tóku jafnvel þátt í átkeppni. Sá sem metið átti náði að sporðreisa fjórum hamborgurum og 2 pylsum,” segir Gísli.
Hann segir þetta vera fjórða árið sem farið er með fatlaða í slíka ferð og veki hún alltaf upp mikla tilhlökkun hjá fólkinu. “Farið er að spyrja okkur út í hvenær næsta ferð verði farin með löngum fyrirvara, enda hefur fjölgað mjög í þessum ferðum og hafa aldrei fleiri farið með en núna. Tilhlökkun skín úr hverju andlit og gleði og þakklæti frá fólkinu fyrir kærkomna tilbreytingu í þeirra daglega líf. Á haustin köllum við síðan hópinn saman aftur en þá er vaninn að vera með myndakvöld frá ferðunum,” sagði Gísli.
Vildi hann jafnframt koma sérstöku þakklæti á framfæri til ábúenda á Snorrastöðum sem létu klúbbnum í té alla aðstöðu þeim að kostnaðarlausu. Einnig styrkti Verslun Einars Ólafssonar á Akranesi klúbbinn með mat og gosdrykkjum auk þess sem Olís gaf grillkol.
Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is