Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
11. ágúst. 2004 03:19

Stefnir í metuppskeru korns

Mjög hagstæð skilyrði hafa verið til kornræktar á Vesturlandi í vor og sumar og stutt í að hægt verði að þreskja korn af fyrstu ökrunum. Magnús Eggertsson, bóndi í Ásgarði í Reykholtsdal hefur um árabil gert út kornþreskivél fyrir sjálfan sig og aðra bændur í héraðinu. Í samtali við Skessuhorn í gær sagði Magnús að allt stefndi í metuppskeru þetta árið. “Mér sýnist þetta líta rosalega vel út. Einhverjir blettir eru þegar farnir að gulna og við það að verða tilbúnir til þreskingar. Venjulega hefst þresking um eða fyrir miðjan september en núna munum við byrja uppúr miðjum ágúst, eða mánuði fyrr en venjulega,” segir Magnús. Hann kveðst vera nýlega kominn úr hringferð um landið og segir ástand á kornökrum á Vesturlandi vera síst verra en annarsstaðar á landinu, en Eyfirðingar eru þegar byrjaðir að þreskja korn, eins og fram hefur komið í fréttum.
Magnús segir kornverð vera um 25 krónur kílóið í dag en hafi verið um 17 krónur í fyrra. “Verðið lækkar hugsanlega eitthvað í haust, en engu að síður er þetta verð nær því að teljast eðlilegt miðað við framleiðslukostnað. Hinsvegar er það ljóst að það stefnir í metuppskeru hér á svæðinu.”
Sjálfur ræktar Magnús korn á 38 ha lands þetta árið og notaði hann eingöngu eigin sáðkorn frá því síðasta sumar. Segir hann nokkra bændur í nágrenni við sig gera slíkt hið sama, m.a. bændur á Hurðarbaki, Geirshlíð og Hæl. Hann þreskir korn fyrir þá og fleiri bændur í uppsveitum Borgarfjarðar. Á fyrstu kornræktarárunum í héraðinu ferðaðist Magnús með þreskivélina vítt og breitt um Vesturland, en hann segir að nú séu sífellt að bætast við fleiri þreskivélar sem jafni álagið hjá sér og öðrum sem fyrir eru. Ekki veiti af því mikil aukning sé í kornrækt á Vesturlandi.
Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is