16. ágúst. 2004 08:52
Bætt löndunaraðstaða
Á síðustu misserum hefur verið unnið að endurbótum og breikkun á viðlegukanti hafnarinnar á Akranesi. Í framhaldi af því var löndunarbúnaður fiskimjölsverksmiðju HB Granda á Akranesi endunýjaður og nýjum löndunarkrana komið upp. Með þessari framkvæmd lýkur mikilli endurnýjun á löndunar- og útskipunaraðstöðu verksmiðjunnar, en fyrr á árinu var tekinn í notkun sjálfvirkur útskipunarbúnaður á mjöli þannig að mjölið fer beint úr afurðatönkum verksmiðjunnar um borð í skipið án þess að mannshöndin komi þar nærri. Lengdin frá afurðatönkum að skipi eru 160 metrar. Búnaðurinn er samansettur úr fjórum drögurum sem flytja mjölið frá tölvustýrðri mjölvog að útskipunarkrananum. Smíði og uppsetning á þessum nýja búnaði hefur veirð í höndum Héðins hf. og eru afköst hans 100 – 110 tonn af mjöli á klukkustund.