Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
15. september. 2004 08:05

Vill að hreppsnefnd fari ekki í viðræður

Síðastliðinn miðvikudag var haldinn borgarafundur í Skilmannahreppi til að ræða skólamál sveitarfélagsins. Til fundarins var boðað í framhaldi af deilum innan hreppsins vegna fyrirhugaðra viðræðna sveitarstjórnar við Akraneskaupstað um hugsanlegt samstarf í skólamálum. Kvöldið áður hafði verið haldinn fjölmennur stofnfundur Stuðningsfélags Heiðarskóla en þar mættu 42 íbúar úr öllum sveitarfélögunum sem koma að rekstri skólans. Borgarafundurinn sem haldinn var í Félagsheimilinu Fannahlíð var einnig fjölmennur en þó komust ekki allir inn sem þess óskuðu. Tveimur mönnum, sem ekki eru íbúar Skilmannahrepps, var vísað frá fundi en þeir töldu sig hinsvegar hafa lagaheimild til að sitja hann. Samkvæmt upplýsingum Skessuhorns hyggjast þessir menn kæra til Félagsmálaráðuneytisins til að fá úr því skorið hvort borgarafundir séu einungis ætlaðir skráðum íbúum í viðkomandi sveitarfélagi. Fundurinn í Fannahlíð fór að öðru leyti vel fram og voru skoaðanskipti milli manna nokkuð lífleg og voru ýmis sjónarmið reifuð. Samþykkt var ályktun þar sem skorað var á hreppsnefnd Skilmannahrepps að draga til baka ákvörðun um að ganga til viðræðna við Akraneskaupstað um samstarf í skólamálum. Hreppsnefnd mun væntanlega taka ályktunina til umræðu á næsta fundi sínum en hún er ekki bundin af ákvörðun borgarafundarins.
Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is