Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
07. júlí. 2004 01:12

Fasteignaverð hækkaði mest á Vesturlandi

Undanfarin ár hefur mátt merkja talsvert jákvæðar væntingar fólks á Vesturlandi til búsetu á svæðinu. Þó svo að skipulögð mæling væntingarvísitölu eða ánægjustuðuls af einhverju tagi hafi ekki farið fram meðal íbúa, fyrirtækja eða stofnana, er ljóst að menn trúa á að bjartir tímar með blóm í haga séu framundan með tilheyrandi fjölgun íbúa næstu árin. Þetta má m.a. merkja á því að sveitarfélög skipuleggja íbúðahverfi, verktakar byggja og víðast hvar er góð eftirspurn eftir lóðum og íbúðarhúsnæði, sala hefur því aukist og verð hefur víðast hvar hækkað í landshlutanum.
Ein marktækasta mæling á væntingum fólks til tiltekinna svæða landsins er fasteignaverð og eftirspurn eftir íbúðarhúsnæði. Nýjustu upplýsingar um þróun fasteignaverðs eftir landshlutum, sem ná allt aftur til ársins 1990, leiða í ljós að fasteignaverð hefur hlutfallslega hækkað mest á Vesturlandi á þessu árabili. Því næst er Reykjanes og loks höfuðborgarsvæðið. Ef litið er nær í tíma, eða til áranna 1997 til 2003 hækkaði fermetraverð íbúðarhúsnæðis um 60% á Vesturlandi. Hækkun á sama tímabili á Suðurlandi var 70% og 80% á höfuðborgarsvæðinu. Á öðrum svæðum landsins var hún minni og minnst á Vestfjörðum þar sem fasteignaverð stóð í stað á þessu árabili. Þannig má segja að höfuðborgarsvæðið, Suðurland, Reykjanes og Vesturland lúti í dag svipuðum lögmálum varðandi þróun fasteignaverðs og helst það e.t.v. í hendur við stækkað atvinnusvæði samhliða bættum samgöngum. Því er nágrenni höfuðborgarinnar að verða vænlegri fjárfestingakostur en áður.
Í prentútgáfu Skessuhorns sem kemur út í kvöld er púlsinn tekinn á fasteignamarkaðnum á Vesturlandi, rætt við nokkra fasteignasala, könnuð verðþróun og annað er snýr að fasteignaviðskiptum á svæðinu. Sjá bls. 12-15.
Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is