Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
04. október. 2004 09:11

Aðalhafnargarðurinn endurnýjaður

Síðstliðinn föstudag var formlega tekin í notkun stækkuð bryggja á aðalhafnargarðinum á Akranesi. Orðið var brýnt að fara í viðgerðir á elsta hluta aðalhafnargarðsins en eftir nokkurn aðdraganda og undirbúning hófust endurbætur árið 2002 með því að viðlegan var dýpkuð til að skip sem landa uppsjávarfiski gætu athafnað sig innan hafnarinnar án vandkvæða. Þá var lagt nýtt stálþil um 160 metra og athafnasvæðið á bryggjunni stækkað. Nýjum vatns- og rafmagnslögnum hefur verið komið fyrir, lýsing á stiga endurbætt samhliða fleiri lagfæringum. Heildarkostnaður við verkið er 160 milljónir króna og var hlutur ríkisins í verkinu 104 milljónir en Akraneshafnar 56 milljónir. Framkvæmdum lauk nú í sumar.
Það var Siglingastofnun sem annaðist undirbúning verkefnisins; hönnun og útboð, Hagtak sá um dýpkun og niðurrekstur á stálþili, Skóflan á Akranesi, ásamt undirverktökum, annaðist steypu á þekju og frágang lagna, en eftirlitsmaður með verkinu var Njörður Tryggvason frá Almennu verkfræðistofunni.
Við bryggjuna hefur HB Grandi mest umsvif. Annarsvegar vegan löndunar á bolfiski en hinsvegar á uppsjávarfiski. Fyrirtækið hefur einnig staðið í ýmsum framkvæmdum m.a. sett upp öflugan krana og löndunarbúnað bæði á aðalhafnargarðinum og bátabryggjunni. Hafnarstjórn Akraneshafnar hefur nú gert umfangsmiklar breytingar á hafnarsvæðinu þar sem meiri aðskilnaður er nú á milli aðstöðu smábáta og útgerðar stærri skipa. Þessum breytingum hefur fylgt verulega bætt aðstaða beggja aðila og hefur nú verið samþykkt nýtt deiliskipulag fyrir höfnina sem tekur mið af þessum aðgerðum.
Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is