Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
25. júní. 2013 11:55

Tvíburafolöld fæddust í Nýjabæ í nótt

Sá sjaldgæfi atburður varð á bænum Nýjabæ í Bæjarsveit í Borgarfirði í nótt að þar kastaði hryssa tveimur folöldum. Hin ellefu vetra gamla Glódís frá Nýjabæ var eina ókastaða hryssan á bænum í gær, en í morgun tók heimilisfólkið eftir að fjölgað hafði í hólfinu þar sem hryssurnar voru á beit. Þegar að var gáð reyndist Glódís hafa kastað tveimur folöldum, hesti og hryssu, sem bæði voru komin á fætur og á spena, en folöldin eru undan stóðhestinum Skálmari frá Nýjabæ.

Í Nýjabæ hefur verið stunduð hrossarækt í áratugi, en að sögn Ólafar K. Guðbrandsdóttur bónda er þetta í fyrsta sinn sem þar fæðast tvíburafolöld. Hún vissi um tilfelli þess að við sónarskoðun að hausti hafi fundist tvíburafóstur, sem hryssan hefði miss um miðja meðgöngu. Algengast er að ef hryssa fær tvö folöld þá misfarist þau. Hryssunni og folöldunum hennar í Nýjabæ heilsast vel.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is