13. ágúst. 2004 09:58
Vó salt á vegarbrún
Fólksbíll valt út af og hafnaði á hvolfi ofan í læk eftir árekstur við jeppa á veginum að Kvíabryggju í Grundarfirði um kaffileytið í gær. Að sögn lögreglunnar í Stykkishólmi voru báðir bílarnir á lítilli ferð þegar þeir rákust saman. Fólksbíllinn vó um stund salt á vegarbrúninni og munaði litlu að hann héldist á réttum kili. Ung kona sem ók fólksbílnum slapp með skrámur. www.mbl.is greindi frá.