18. ágúst. 2004 06:17
Fjölskyldustefna í mótun
Vinna er hafin við mótun nýrrar fjölskyldustefnu fyrir Akraneskaupstað. Árið 1997 var samþykkt á Alþingi þingsályktun um mótun opinberrar fjölskyldustefnu og hefur félagsmálaráðuneytið, sem sér um framkvæmdina, mælst til þess að öll sveitarfélög marki eigin stefnu, enda hljóti stefnumótunin að fela í sér mat á núverandi þjónustu og skilgreiningu á því hvað þurfi að gera betur í hverju sveitarfélagi fyrir sig. Þegar hafa Garðabær, Reykjanesbær og Akureyri mótað sína stefnu og nú fylgir Akranes í kjölfarið. Ákveðið var á fundi bæjarráðs í febrúar síðastliðnum að skipa stýrihóp sem hefur haft það hlutverk að undirbúa gerð fjölskyldustefnunnar. Sólveig Reynisdóttir, sviðsstjóri fjölskyldusviðs, starfar með stýrihópnum og segir hún að við mótun stefnunnar sé óskað eftir samstarfi við fjölmarga, þar á meðal ýmsar nefndir bæjarins, félagasamtök og nokkrar fjölskskyldur sem búsettar eru á Akranesi. Sjá nánar í Skessuhorni sem kemur út í dag.