Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
07. október. 2004 12:58

Minnt á nauðsyn brjóstakrabbameinsskoðana

Í októbermánuði verður vakin athygli á brjóstakrabbameini hér á landi, fimmta árið í röð, frætt um sjúkdóminn og konur hvattar til að nýta sér boð Leitarstöðvar Krabbameinsfélagsins um röntgenmyndatöku. Þetta er hluti af alþjóðlegu árveknisátaki, að frumkvæði Estée Lauder, en bleik slaufa en tákn átaksins. Í tilefni átaksins hafa m.a. veggir Sjúkrahússins og heilsugæslustöðvarinnar á Akranesi, sem snúa að Kirkjubraut, verið lýstir upp með rauðbleikum ljósum.
Bleik lýsing verður einnig sýnileg annars staðar á landinu nú í byrjun október. Sauðárkrókskirkja verður lýst upp, KB banki á Akureyri, Menntaskólinn á Akureyri, Egilsstaðakirkja, Heydalakirkja í Breiðdal, Ráðhúsið á Selfossi, Sparisjóðurinn í Keflavík og síðast en ekki síst Bleiksárfoss á Eskifirði. Með hliðstæðum hætti verða lýst upp tvö hundruð mannvirki í fjörutíu löndum í tilefni átaksins, meðal annars Empire State í New York, Niagara fossarnir og Harrod’s í London.
Ár hvert greinast 160-170 íslenskar konur með brjóstakrabbamein, þar af er nær helmingurinn á aldrinum frá 30 til 60 ára. Fjöldi nýrra tilfella hefur verið að aukast en lífshorfurnar hafa einnig batnað mikið. Um helmingur kvenna sem greindust með brjóstakrabbamein fyrir fjörutíu árum lifðu í fimm ár eða lengur en nú geta um 80% vænst þess að lifa svo lengi. Nú eru á lífi rúmlega 1700 konur sem fengið hafa brjóstakrabbamein. Samkvæmt útreikningum frá Krabbameinsskránni getur tíunda hver kona búist við að fá brjóstakrabbamein. Hér á landi eru konur boðaðar til brjóstamyndatöku annað hvert ár frá og með 40 ára aldri. Erlendar rannsóknir benda til þess að með því að taka röntgenmyndir reglulega af brjóstum kvenna megi lækka dánartíðni vegna krabbameins í brjóstum verulega.
Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is