Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
27. október. 2004 10:15

Ekkert lögmál að þekkingariðnaður sé bundinn við höfuðborgarsvæðið

Í viðtali við umhverfisstjórnunarfræðingana Stefán Gíslason og Auður H Ingólfsdóttir, hjá UMÍS í Borgarnesi, og birt er í Skessuhorni sem kemur út í kvöld, er velt upp þeirri staðreynd að mikill vöxtur virðist vera kominn í ýmsan þekkingariðnað í Borgarbyggð en því hefur m.a. verið þakkað að tveir háskólar eru á svæðinu og umhverfið er að mörgu leyti jákvætt uppbyggingu þekkingarfyrirtækja. Meðal þeirra fyrirtækja sem sprottið hafa upp úr þessum jarðvegi er UMÍS í Borgarnesi, sem er sérhæft umhverfisráðgjafarfyrirtæki í eigu Stefáns Gíslasonar. Þar starfa nú þrír starfsmenn við hin fjölbreyttustu verkefni á sviði umhverfismála og fyrir stuttu bættist þeim liðsauki í Auði H Ingólfsdóttur stjórnmálafræðingi sem hefur umhverfis- og auðlindafræði sem sérsvið. Auður flutti í Borgarnes í haust og hóf samstarf við UMÍS þar sem hún taldi það betri kost en þá sem í boði voru í Reykjavík. Viðmælendur blaðsins segja það enga spurningu að möguleikar til uppbyggingar þekkingarfyrirtækja í Borgarnesi séu góðir, betri en víða annarsstaðar, og umhverfið því á margan hátt hagstætt slíkum fyrirtækjum. Sem dæmi um ung fyrirtæki í þekkingariðnaði má nefna auk UMÍS; Landlínur, Calculus, Nepal hugbúnað og Skrifstofuþjónustu Vesturlands í þessu samhengi.
Sjá viðtöl við þau Stefán og Auði hjá UMÍS í Skessuhorni sem kemur út í kvöld.
Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is