Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Lágnætti. Fjórði Þórsdagur í Haustmánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
27. október. 2004 10:15

Ekkert lögmál að þekkingariðnaður sé bundinn við höfuðborgarsvæðið

Í viðtali við umhverfisstjórnunarfræðingana Stefán Gíslason og Auður H Ingólfsdóttir, hjá UMÍS í Borgarnesi, og birt er í Skessuhorni sem kemur út í kvöld, er velt upp þeirri staðreynd að mikill vöxtur virðist vera kominn í ýmsan þekkingariðnað í Borgarbyggð en því hefur m.a. verið þakkað að tveir háskólar eru á svæðinu og umhverfið er að mörgu leyti jákvætt uppbyggingu þekkingarfyrirtækja. Meðal þeirra fyrirtækja sem sprottið hafa upp úr þessum jarðvegi er UMÍS í Borgarnesi, sem er sérhæft umhverfisráðgjafarfyrirtæki í eigu Stefáns Gíslasonar. Þar starfa nú þrír starfsmenn við hin fjölbreyttustu verkefni á sviði umhverfismála og fyrir stuttu bættist þeim liðsauki í Auði H Ingólfsdóttur stjórnmálafræðingi sem hefur umhverfis- og auðlindafræði sem sérsvið. Auður flutti í Borgarnes í haust og hóf samstarf við UMÍS þar sem hún taldi það betri kost en þá sem í boði voru í Reykjavík. Viðmælendur blaðsins segja það enga spurningu að möguleikar til uppbyggingar þekkingarfyrirtækja í Borgarnesi séu góðir, betri en víða annarsstaðar, og umhverfið því á margan hátt hagstætt slíkum fyrirtækjum. Sem dæmi um ung fyrirtæki í þekkingariðnaði má nefna auk UMÍS; Landlínur, Calculus, Nepal hugbúnað og Skrifstofuþjónustu Vesturlands í þessu samhengi.
Sjá viðtöl við þau Stefán og Auði hjá UMÍS í Skessuhorni sem kemur út í kvöld.
Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is