Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
26. júní. 2013 09:20

Fékk styrk til framleiðslu minjagripa um Vesturland

Fyrirtækið Ísland Treasures fékk nýverið einnar milljónar króna styrk frá Sóknaráætlun Vesturlands vegna verkefnisins „Norðurljós yfir Snæfellsjökli.“ Verkefnið snýst um hönnun og framleiðslu sparibauka með smekklegum myndum af norðurljósum yfir Snæfellsjökli. Ísland Treasures var stofnað um framleiðslu á minjagripasælgæti í mars á síðasta ári. „Áður en við stofnuðum fyrirtækið var hvergi hægt að kaupa minjagripasælgæti á Íslandi. Ég held að það sé mikilvægt að það sé hægt. Þegar þú ferð til Parísar getur þú keypt minjagripi með myndum af Eiffel turninum og í New York er það frelsisstyttan. Það eina sem hægt var að kaupa hér voru risastórir konfektkassar frá Nóa Síríus,“ segir Pauline McCarthy á Akranesi, framkvæmdastjóri og stofnandi Island Treasures, í samtali við Skessuhorn.

Snæfellsjökull tákn Vesturlands

Pauline er nú þegar byrjuð að selja vörur undir merkjum Icelandic Northern Lights og er handgerð náttúruleg piparmintu minjagripasælgæti. Icelandic Puffin Eggs, Icelandic Lava Sparks og Icelandic Lava Pebbles. Allt er þetta minjagripasælgæti í öskjum sem skreyttar eru fallegum myndum af íslenskri náttúru og henta vel sem gjafir til vina erlendis og sem minjagripir fyrir ferðamenn. „Ég spurði aðstandendur Duty Free í Leifsstöð hvort þeir vildu fá fallega hannaða smápakka af nammi til sölu og þeir svöruðu einfaldlega; “Loksins!” Þá höfðu þeir reynt lengi að fá framleiðendur til að gera slíkar vörur en enginn var til í það, því það þótti ekki hagkvæmt,“ segir Pauline.

 

 

Sjá nánar í Skessuhorni sem kom út í dag.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is