Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
26. júní. 2013 03:35

Dansskóli Evu Karenar mun starfa áfram

Eva Karen Þórðardóttir eigandi og skólastjóri Dansskóla Evu Karenar í Borgarnesi hefur hætt við að loka skólanum og hætta starfsemi. Skólinn verður því áfram starfræktur næsta haust en Eva tilkynnti í lok apríl að skólanum yrði lokað 1. júlí nk. Eva segir í samtali við Skessuhorn að skólinn verði ekki eins stór og hann hefur verið næsta vetur en hún hyggst finna leið til að tryggja rekstur hans. „Eftir á að ganga frá húsnæðismálum skólans og eigum við í viðræðum við Borgarbyggð um áframhaldandi leigu á kjallara Hjálmakletts í Borgarnesi þar sem við höfum starfrækt skólann síðustu ár. Helst af öllu vil ég að skólinn verði þar áfram þar sem hann er en við sjáum hvað setur þegar samningar um húsnæði hefjast,“ segir Eva.

Hún segist hafa fengið mjög sterk viðbrögð frá fólki í héraðinu þegar hún tilkynnti að dansskólanum ætti að loka og var hún hvött til að endurskoða ákvörðun sína. „Þegar ég tók þessa ákvörðun í vor fékk ég sent gríðarlega mikið af tölvupósti og veit ég að undirskriftalisti fór í gang til að styðja við bakið á skólanum. Ég þakka öllum þau fallegu hvatningarorð sem skólinn fékk. Vandamál eru til að leysa þau og við finnum leið til að dansa áfram næsta vetur,“ sagði Eva að lokum bjartsýn í bragði. 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is