Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
28. júní. 2013 11:01

Finna fyrir auknum áhuga á matjurtum

Sumarið fer vel af stað í gróðrarstöðinni á Þorgautsstöðum í Hvítársíðu. Stöðina reka hjónin Árni B. Bragason og Þuríður Ketilsdóttir á Þorgautsstöðum II og selja þau fjölbreytt úrval trjáa og runna auk mat- og kryddjurta. Einnig hafa þau til sölu rósaplöntur, nokkrar tegundir af sumarblómum og berjarunna svo dæmi séu tekin. Árni segir söluna hingað til ágæta, ekki síst í matjurtartegundum, þar sem gætir aukins áhuga í ár. Það segir hann góð tíðindi en heldur hafi síðustu tvö ár dregið úr þeim áhuga á matjurtum sem gerði vart við sig í kjölfar bankahrunsins 2008. Aukninguna segir Árni ekki síst að þakka þáttunum Hið blómlega bú sem sýndir hafa verið á Stöð 2 undanfarnar vikur.

„Gestgjafi þáttarins, hann Árni í Árdal, lagði leið sína til okkar í einum þættinum og keypti nær allar matjurta- og kryddtegundir sem við bjóðum upp á til að planta í garðinn sinn heima í Árdal. Eftir þessa kynningu hafa margir lagt leið sína til okkar til að fylgja fordæmi hans, enda var Árni ákaflega ánægður með jurtirnar. Þetta var því góð kynning fyrir okkur,“ segir Árni sem segir þættina fróðlega og vel heppnaða og sérlega góða kynningu fyrir Borgarfjörðinn. 

 

Gróðrarstöðin á Þorgautsstöðum er sambland af aukavinnu og áhugamáli hjá Árna og Þuríði en stöðin er við afleggjarann að bænum af Hvítársíðuvegi. Aðalstarf Árna er sauðfjárræktarráðunautur hjá nýrri Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins, en Þuríðar sem skólaliði hjá Grunnskóla Borgarfjarðar á Kleppjárnsreykjum. Saman eru þau einnig með sauðfjárbúskap heima á Þorgautsstöðum. Árni segir viðskiptavini stöðvarinnar koma víða að. Hann og Þuríður selja mest af trjám og runnum fyrir garða, ekki síst sumarhúsagarða, en eigendur sumarhúsa eru meðal helstu viðskiptavina þeirra. „Þá kemur fólk til okkar úr Dölunum og frá Akranesi einnig en heimamenn í uppsveitum eru einnig duglegir að koma. Sumir koma ár eftir ár og hafa verið í viðskiptum lengi,“ segir hann. „Tímabilið byrjar iðulega þegar liðið er á vorið og er reytingur af fólki á ferðinni í maí. Loks þegar veðrið batnar og sumarleyfi hefjast í júní aukast heimsóknir til okkar. Mest er þó iðulega að gera um helgar á sumrin,“ segir Árni að lokum.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Dalabyggð

Hornabú

Grundarfjarðarbær

ATH! Breyttur tími og dagsetning stofnun Matarklasa

Grundarfjarðarbær

Sorphirða

Grundarfjarðarbær

Aðalskipulag Grundarfjarðar - tillaga

Grundarfjarðarbær

Hunda- og kattahreinsun

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is