Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
27. júní. 2013 09:01

Rekstur Fjöruhússins á Hellnum gengur vel

Kaffihúsið Fjöruhúsið hefur löngum verið þekkt fyrir einstaka staðsetninguna í fjörunni á Hellnum umvafið mikilli náttúrufegurð og fyrir framúrskarandi fiskisúpu. Bæði íslenskir og erlendir ferðamenn hafa löngum farið í gönguferðir á milli Arnarstapa og Hellnar og margir koma við og fá sér veitingar á Fjöruhúsinu að göngu lokinni. Sigríður Einarsdóttir rekur Fjöruhúsið og hefur gert það í 16 ár. Í Fjöruhúsinu er boðið upp á létta rétti og kökur. „Við höfum ekki breytt mikið til hjá okkur í gegnum tíðina,“ segir Sigríður. Opnunartími Fjöruhússins hefur ekki breyst en sumarið sífellt lengst í annan endann. „Ég hef alltaf haft opið um páska, öll árin. Ég var með opið fram í nóvember í fyrra og núna í ár er ég með bókaða hópa fram í miðjan október, sem er lengur en áður var,“ segir Sigríður. Nú starfa, auk Sigríðar, þrír á Fjöruhúsinu og mun starfsfólki fjölga frekar í sumar. Sigríður segist ekki finna fyrir mikilli fjölgun ferðamanna á svæðið.„Mér finnst hafa verið svipað af fólki og síðasta sumar. Það voru færri ferðamenn núna í maí en áður, en þá var mjög leiðinlegt veður og fjöldinn er svolítið háður því,“ segir Sigríður.

Sigríður segir komið á mörgum rútum í dagsferðum í Fjöruhúsið. Í sólskininu var sólpallurinn þéttsetinn fólki og fjöldamörg tungumál heyrðust þar. „Það hafa aldrei verið fleiri Íslendingar en í dag held ég. Hlutfallið hefur þó verið að breytast undanfarin ár og nú eru fleiri erlendir ferðamenn sem koma til okkar,“ segir Sigríður.

 

 

Sjá nánar í Skessuhorni vikunnar þar sem ferðaþjónustuaðilar á Arnarstapa og Hellnum eru teknir tali.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is