Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
29. júní. 2013 06:15

Fullbókað hjá Snjófelli næstum allt sumarið

Snjófell á Arnarstapa er hluti af Hringhótel keðjunni og býður upp á margvíslega þjónustu fyrir ferðamenn. Fyrirtækið rekur tjaldsvæði, kaffi- og veitingahús, gistihús með bæði svefnpokaplássi og uppábúnum rúmum og einnig er ferðamönnum boðið í ferðir upp á jökulinn á snjósleðum og snjótroðara jafnt sem í gönguferðir um nærliggjandi svæði. Hjá fyrirtækinu starfa um 20 manns. Blaðamaður Skessuhorns ræddi stuttlega við Odd Haraldsson um fyrirtækið og ganginn í sumar. Aðspurður hvernig sumarið hafi farið af stað segir Oddur: „Þetta er búið að vera fínt í sumar og er starfsemin tiltölulega nýlega farið á fullt. Mikið af rútum stoppa hjá Snjófelli í dagsferðum úr Reykjavík. Fjöldi fólks er háð veðri. Þegar það er sól spretta ferðamenn upp hérna úti um allt,“ segir Oddur.

Veitingastaðurinn opnar klukkan tíu á morgnana og veitingar eru seldar langt fram á kvöld. Mikið hefur verið að gera á gistiheimilinu. „Við opnuðum 1. maí og lokum um miðjan september. Gistiheimilið er mjög vel nýtt og er að mestu fullbókað í allt sumar,“ segir Oddur.

 

Sjá nánar í Skessuhorni vikunnar þar sem ferðaþjónustuaðilar á Arnarstapa og Hellnum eru teknir tali.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is