Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
28. júní. 2013 02:03

Gleði og fjör á Brákarhátíð um helgina

Efnt verður til Brákarhátíðar í Borgarnesi um helgina. Að vanda verður boðið upp á skemmtilega dagskrá á hátíðinni sem kennd er við ambáttina Þorgerði Brák, fóstru Egils Skallagrímssonar. Formleg dagskrá hátíðarinnar fer fram á morgun, laugardag, en Borgnesingar munu þó hefja gleðina í kvöld þegar götugrillið sívinsæla fer fram. Líkt og í fyrra hefur Borgarnesi og einnig Hvanneyri verið skipt upp í hverfi sem fær sinn lit til skreytinga. Íbúar hverfanna keppa síðan sín í milli um best skreytta hverfið sem sérstök dómnefnd mun velja. Það eru Neðri-bæjarsamtökin í bænum auk fjöldi annarra heimamanna sem standa að skipulagningu hátíðarinnar sem nú er haldin í fimmta skipti.

Formleg hátíðarhöld hefjast kl. 09:30 á morgun með víkinga-skartgripagerð í Landnámssetrinu. Klukkan 10 hefst Brákarhlaupið sem hlaupahópurinn Flandri hefur umsjón með í ár. Hlaupið verður frá Landnámssetrinu og keppt í aldursflokkum í 3 km. og 10 km hlaupi. Skrúðganga frá Brákarey í Skallagrímsgarð hefst kl. 13:30 en að henni lokinni hefst fjölskylduskemmtun í garðinum sem stendur til kl. 17. Þar verða veitt verðlaun fyrir skreytingar í götugrilli, víkingar í víkingafélögunum Rimmugýgur og Hringhorninu verða með uppákomur, listsýning ungmenna í Borgarnesi og tónlistaratriði flutt þar sem m.a. leikskólabörn syngja vel valin lög fyrir gesti. Ýmislegt verður einnig um að vera í Englendingavík. Frá kl. 11-13 býður Björgunarsveitin Brák upp á siglingar um víkina og kringum Brákarey, klukkan 15 fer þar fram leðjukörfuboltaleikur og kl. 16 leiksýningin Ástarsaga úr fjöllunum fyrir börn á aldrinum 2-9 ára í boði Edduveraldar og Loftorku, en sýningin fer fram í Edduveröld. Um kvöldið verður farin skrúðganga frá Hjálmakletti til Englendingavíkur og hefst hún kl. 19:30. Í víkinni verður efnt til kvöldvöku sem stendur yfir til kl. 23. Brákarhátíð lýkur síðan með dansleik með hljómsveitinni Sálinni hans Jóns míns í Hjálmakletti á miðnætti sem knattspyrnudeild Skallagríms skipuleggur.

 

Listgjörningar og uppákomur

Fjölbreyttir listgjörningar og uppákomur ungmenna í Borgarnesi munu setja svip sinn á Brákarhátíð í ár. Krakkar í vinnuskóla Borgarbyggðar og í frístundastarfi sveitarfélagsins hafa unnið að undirbúningi atriða síðustu daga undir stjórn Ragnheiðar Hörpu Leifsdóttur, ungrar listakonu úr Reykjavík. Að sögn Ragnheiðar Hörpu ætla krakkarnir að standa fyrir fjölbreyttum atriðum. „Krakkarnar verða með margskonar viðburði á hátíðinni. Lítið leikrit verður sett upp í Skallagrímsgarði og einnig listsýning þar sem myndir eftir krakkana innblásnar af sögunni af Brák, umhverfinu hér í kring og hátíðinni verða sýndar milli trjánna. Sumir krakkar munu leika lifandi tónlist fyrir gesti og þá verða hægt að sjá málaða steina og önnur verk eftir þau hér og þar um bæinn, sérstaklega á leið beggja skrúðgangna sem þau leiða og taka þátt í,“ segir Ragnheiður Harpa en að auki er fjöldi annarra atriða á dagskránni. Það eru krakkar á aldrinum 6-16 ára sem vinna að atriðunum og segir hún að gleði og fjör verði í fyrirrúmi. „Krakkarnir verða svo að sjálfsögðu í skemmtilegum búningum í tilefni dagsins og munu atriði þeirra vafalaust setja ánægjulegan svip á hátíðina.“

 

Sjá nánar um Brákarhátíð á vefsíðunni www.brakarhatid.is og í auglýsingu í Skessuhorni.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is