Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
28. júní. 2013 09:40

Glæsileg dagskrá á tíu ára afmæli Lopapeysunnar

Írskir dagar fara fram helgina 4. – 6. júlí nk. á Akranesi og venju samkvæmt verður slegið upp glæsilegu Lopapeysuballi í Sementsgeymslunni við hlið gömlu Akraborgarbryggjunnar. Þetta er í tíunda skipti sem Lopapeysan fer fram en hún er með stærstu böllum sem haldin eru hér á landi og ætíð notið fádæma vinsælda. Í tilefni tíu ára afmælis Lopapeysunnar ætla skipuleggjendur ballsins, með Ísólf Haraldsson hjá Vinum hallarinnar í broddi fylkingar, að tjalda öllu til og verða tvö svið á ballinu í ár. „Sem fyrr verður spilað á sviðinu inni í Sementsgeymslunni og til viðbótar á stóru sviði í risatjaldi á útisvæðinu. Þetta þýðir að rýmra verður um gesti og meiri fjölbreytni, þannig að allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi,“ sagði Ísólfur í samtali við Skessuhorn.

Ísólfur Haraldsson, einn aðalskipuleggjandi Lopapeysunnar.
„Lopapeysuna er fyrir löngu orðinn einn stærsti einstaki tónlistarviðburður ársins á landsbyggðinni. Hún dregur til sín fjölda fólks, unga jafnt sem gamla, allsstaðar af landinu. Aðsóknin hefur ávallt verið framar vonum enda hefur í gegnum tíðina verið kappkostað við að bjóða upp á fjölbreytta tónlistardagskrá með helstu stjörnum landsins, og í þægilegu og öruggu umhverfi,“ bætir hann við. Og ekki er dagskráin af verri endanum í ár. „Á öðru sviðinu koma fram helstu stjörnur íslenskrar tónlistarsögu, þau Bubbi Morthens, Helgi Björnsson, Matti Papi, Jón Jónsson, ásamt fleirum. Hljómsveit íslenska lýðveldisins sér um að spila undir en hljómsveitin var sérstaklega sett saman fyrir þennan viðburð. Á hinu sviðinu verður sjálfur Páll Óskar, poppstjarna Íslands í aðalhlutverki, en honum til aðstoðar verða þeir Ágúst Bent, Steindi jr., og fleiri. Gríðarlegt stuð er því í vændum á tíu ára afmælinu,“ bætir Ísólfur við.

 

Miðasala á Lopapeysuna hófst fyrir viku síðan. Hægt er að kaupa miða á midi.is, hjá Eymundsson Akranesi, Omnis í Borgarnesi og í verslun Jack & Jones Kringlunni og Smáralind. Lopapeysan hefst eins og alltaf stundvíslega kl. 23.59 laugardagskvöldið 6. júlí.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is