Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
29. júní. 2013 10:01

Jarðarberjauppskeran hafin í Sólbyrgi

Uppskera í jarðarberjaræktinni í garðyrkjustöðinni í Sólbyrgi á Kleppjárnsreykjum í Borgarfirði er í fullum gangi þessa dagana. Þegar blaðamaður Skessuhorns leit við þar á fimmtudaginn voru starfsmenn stöðvarinnar í óða önn að tína og pakka niður í öskjur fyrri uppskeru ársins. Að sögn Einars Pálssonar garðyrkjubónda í Sólbyrgi er þetta fyrsta stóra jarðarberjauppskera stöðvarinnar síðan tekið var í notkun um 2.800 fermetra gróðurhús á staðnum í vetur til ræktunarinnar. „Við byrjuðum að rækta jarðarber í þessu húsi í febrúar en vorum áður með litla ræktun í 200 fermetra gróðurhúsi. Uppskeran lét að vísu aðeins standa á sér þó veður hafi verið gott framan af vori og er hún seinna en við áætluðum vegna þessa að lítið sólskin var á tímabili. En eftir að sólin tók að birtast á nýjan leik fyrir nokkrum dögum hefur uppskeran tekið við sér og höfum við nú hafið pökkun af fullum þungasegir,“ segir Einar.

Reynt er eftir kostgæfni að vanda til verka við tínsluna. „Við vöndum okkur vel við pökkun, tínum svo að segja beint ofan í öskjurnar og reynum að handfjatla berin sem minnst,“ segir Einar sem rekur stöðina ásamt Kristjönu Jónsdóttur eiginkonu sinni.

 

 

Sjá nánar í Skessuhorni vikunnar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is