Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
28. júní. 2013 09:01

Blandar saman ýmsu í Samkomuhúsinu

Ólína Gunnlaugsdóttir var alin upp á Hellnum þar sem hún býr enn. Árið 2008 keypti hún og eiginmaður hennar gamla félagsheimilið á Arnarstapa og þar rekur hún nú Samkomuhúsið sem er blanda af veitingahúsi og safni með áherslu á íslenska matarhefð. Ólína er í raun eini formlegi starfsmaður Samkomuhússins en yngsta dóttir hennar, María, hjálpar henni mikið ásamt vinkonu Ólínu. Markmiðið er að hafa Samkomuhúsið opið allan ársins hring. „Ég er búin að hafa opið í allan vetur því það komu svo margir hópar í mat til mín í vetur. Hvalaskoðunarhóparnir úr Grundarfirði komu alltaf í eina ferð hingað og ég var að fá tvo til þrjá hópa á viku. Þetta fyrirkomulag verður aftur næsta vetur,“ segir Ólína.

Í safnasýningu Samkomuhússins er aðaláhersla lögð á íslenska matarhefð. „Hún er meira en súrsaðir hrútspungar, hákarl og kjötsúpa og mig langar að koma því á framfæri hér hve fjölbreytt íslensk matarhefð er. Það er þó spurning hvað sé íslenskur matur og hvað sé séríslenskt. Pylsur eru til dæmis orðnar mjög íslenskar og útlendingar eru farnir að þekkja þær og finnst þær góðar. Einnig vil ég hafa til sýnis hvernig matargerð hefur þróast á Íslandi. Hvernig hún breyttist úr þessu gamla í fljótlega matargerð. Eins og til dæmis þegar ég var að alast upp fór fólk að hafa miklar mætur á niðursoðnu, eins fljótri matargerð og hægt var. Fólk var hætt að veiða sér til matar eins og tíðkaðist áður. Þetta er það sem mig langar að sýna, matarhefð og öflun matar,“ segir Ólína.

 

 

Sjá viðtal við Ólínu Gunnlaugsdóttur í Samkomuhúsinu á Arnarstapa í Skessuhorni vikunnar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is