Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
01. júlí. 2013 09:01

Mikil traffík á Hótel Hellnum

Hótel Hellnar var opnað fyrir umferð í lok apríl eftir vetrarhlé. Blaðamaður Skessuhorns ræddi stuttlega við Gísla Blöndal hótelstjóri Hringhótels, um hótelið á Hellnum og rekstur þess. Hótel Hellnar er hluti af Ferðaþjónustu bænda og þar eru 35 herbergi. Mikil uppbygging hefur þar átt sér stað á undanförnum árum. „Herbergin voru 20 áður en byggð var önnur álma við hótelið. Þetta eru „alvöru“ herbergi og á sama tíma voru gömlu herbergin lagfærð,“ segir Gísli. Hjá Hótel Hellnum starfa 12 manns og fleiri þegar álag er mikið.

Gísli Blöndal, hótelstjóri.
Gísli segir veður hafi hamlað ferðaþjónustu á Snæfellsnesi í vor en það sé nú allt að færast til betri vegar. „Sumarið hefur farið mjög vel af stað hérna á Hellnum en okkur finnst eins og umferðin á Nesinu hafi ekki verið rosalega mikil framan af sumrinu, en hún er að fara af stað núna. Þetta kemur allt með betra veðri. Hér á Hellnum hefur þó verið mjög góð umferð í langan tíma og það var orðið mikið að gera hjá okkur snemma í maí,“ segir Gísli. Aðspurður hvernig útlitið sé á bókunum í sumar svarar hann: „Alveg prýðilegt útlit. Allsstaðar þar sem ég þekki til á Snæfellsnesi er útlitið mjög gott. Þó sérstaklega hér á Hellnum, það er allt komið í fljúgandi gang hér.“

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is