Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
26. júní. 2013 02:37

Anna Elísabet Ólafsdóttir er nýr aðstoðarrektor Háskólans á Bifröst

Anna Elísabet Ólafsdóttir hefur verið ráðin aðstoðarrektor við Háskólann á Bifröst í stað Jóns Ólafssonar prófessors. Anna lauk doktorsprófi í lýðheilsufræðum frá Brunel University í London árið 2012 en hún er einnig með MBA gráðu frá Háskóla Íslands og MSc gráðu í næringarfræði frá Óslóarháskóla í Noregi. Anna hefur víðtæka starfsreynslu hér heima og erlendis en síðustu ár hefur hún unnið að rannsóknum á sviði þróunarhjálpar og lýðheilsufræðum í Afríku. Allt síðasta ár vann hún að rannsóknum á áhrifum þróunarhjálpar á afköst og gæði heilbrigðisþjónustunnar í samstarfi við Ifakara Helath Institute, sem er rannsóknarmiðstöð í heilbrigðisvísindum í austur Afríku. Þá var hún forstjóri Lýðheilsustöðvar á árunum 2003-2008.

Í tilkynningu frá Háskólanum á Bifröst segir að Jón Ólafsson mun áfram leggjastund á rannsóknir og kennslu við skólann í stöðu prófessors á Félagsvísindasviði. Anna Elísabet hefur tengingu við Borgarfjörðinn en hún ólst upp í Borgarnesi, dóttir Önnu Ingadóttur og Ólafs Sverrissonar kaupfélagsstjóra Kaupfélags Borgfirðinga. 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is