Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
27. júní. 2013 07:01

Munir frá fimmtándu öld fundust á Gufuskálum

Nú stendur yfir fornleifauppgröftur á Gufuskálum á Snæfellsnesi sagt var frá áframhaldi verkefnisins í síðasta Skessuhorni. Verið er að grafa upp gamla verbúð sem er við það að hverfa vegna landrofs. Nýverið fundust ýmsir munir í jarðlögum frá því snemma á 15. öld í uppgreftrinum og hafa þeir legið í jörðu í tæplega 600 ár. Þar má nefna hvalbein, taflmann, lýsislampa eða ausu, hníf og fleira. Þar sem enn er mjög skammt frá því að munirnir fundust eru ekki til miklar upplýsingar um þá.

Hægt er að fylgjast með uppgreftrinum á Facebook undir nafninu Gufuskálar Archaeology og áhugasömum er einnig velkomið að kíkja á svæðið við Írskrabrunn og skoða sig um og ræða við fornleifafræðingana en þeir eru á svæðinu frá klukkan átta til fimm.

Sjá fleiri myndir af fornmunum sem fundust á Gufuskálum í Skessuhorni sem kom út í gær. 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is