Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
28. júní. 2013 03:01

Skátar úr Borgarnesi á vinabæjamóti í Svíþjóð

Skátarnir Anna Margrét og Inga Lilja Þorsteinsdætur, Karen Alda Þorvaldsdóttir, Margrét Helga Magnúsdóttir, Unnur Helga Vífilsdóttir og Jón Örn Vilhjálmsson úr Skátafélagi Borgarness fengu boð um að fara til Svíþjóðar á vinabæjamót. Boðið var þegið og með í för var einnig Bjarni Heiðar Johansen frá Norræna félaginu í Borgarfirði, en hann tók þátt í annarri dagskrá sem fram fór á sama tíma. Eftirfarandi frásögn byggist á skrifum skátanna að lokinni heimferð:

Aðfararnótt föstudagsins 14. júní flaug hópurinn til Kaupmannahafnar og tók þaðan lest til Svíþjóðar. Á meðan beðið var eftir lestinni skemmti hópurinn sér með söngvum og bröndurum. Með þeim í lestinni var hópur af skátum frá Færeyjum sem var á leið á sama mót. Skátarnir gistu í gamalli myllu sem hafði verið breytt í veiðikofa. Á kvöldvöku á föstudagskvöldinu stálu íslensku skátarnir senunni með miklum látum og hressandi lögum sem þeir sungu saman í rigningunni í kringum varðeld og notalegheit.

 

 

 

Vel heppnað mót

Á laugardeginum vaknaði hópurinn snemma og farið var beint með rútu til Fagens þar sem vinabæjarmótið var sett, fánar dregnir að húni og þjóðsöngvar sungnir. Að því loknu var farið í ratleik með GPS-staðsetningartækjum á kanóum á vatni nærri mótssvæðinu. Um kvöldið fóru skátarnir í sturtu en því miður kláruðu Svíarnir og Færeyingarnir allt heita vatnið svo íslensku skátarnir neyddust til að fara í kalda sturtu. Að því loknu var farið í fínan kvöldverð í Fagens með fólki frá Norræna félaginu frá hinum Norðurlöndunum. Skátarnir stóðu heiðursvörð í kirkjunni í Falkenberg á sunnudeginum. Síðar um daginn var mótinu slitið í samkomuhúsi í Falkenberg. Þar voru sænskir þjóðdansar sýndir og ákváðu Færeyingarnir að dansa þjóðdansinn sinn, Vikivaka, og allir tóku þátt. Þegar heim var komið voru allir með bros á vör eftir vel heppnaða helgi. Rætt var um að halda sambandi við hina skátana og stefnt að því að hittast að ári liðnu á Landsmóti skáta á Akureyri. Skátarnir vilja þakka Norræna félaginu og Borgarbyggð fyrir vel heppnaða ferð.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is