Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
26. júní. 2013 03:39

Hægðir við brúarsporð - skortur á salernum hefur víðtækar afleiðingar

Meðfylgjandi mynd var nýverið tekin við brúna hjá Glitstöðum í Norðurárdal, en eins og þeir vita sem þar hafa farið um er staðurinn einkar fallegur frá náttúrunnar hendi, þar sem Norðuráin liðast lygn niður dalinn og um kjarrivaxið hraunið. Þarna hafði vegfaranda greinilega orðið brátt í brók og kúkað við brúarendann og skilið eftir afurðirnar ásamt pappír. Þetta er frekar ógeðfellt háttarlag. Það er annað hvort fyrir þá sem á eftir koma að horfa upp á þennan óþrifnað, eða fjarlægja eins og hvern annan hundaskít.

Algengt er að afleggjarar og skóglendi nálægt þjóðveginum landsins séu notaðir sem kamrar og einnig er vinsælt hjá sumum að skjótast bak við rúllustæður sem standa nálægt þjóðvegi 1 og hafa heilu langferðabílarnir stöðvað för og hleypt út farþegum í þeim tilgangi. Mikil umferð ferðamanna er t.d. við Grábrók og hefur töluverður fjöldi ferðamanna gengið örna sinna í hrauninu við bílastæðið. Þar er nauðsynlegt að komið verði upp salernisaðstöðu. Þá væri um leið skemmtilegra fyrir gesti í náttúru Íslands að njóta hennar, heldur en nota landið sem kamar. Full ástæða er því til að hvetja fólk til umhugsunar um hvort það vilji slíka umgengni við sitt heimili eða vinnustað áður en það lætur vaða hvar sem er.

 

 

Í tilefni þessarar fréttar, barst Skessuhorni eftirfarandi:

 

Við brúarsporð í Borgarfjarðarsveit
brátt hann þurfti að ganga örna sinna.
Við Glitstaði sig girti af og skeit
gekk svo burt án þess að minnast hinna,
sem þurfa nú að þrífa brúarsporð.
Það veit Guð, ég á bara ekki orð!

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is