Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
27. júní. 2013 02:29

Verktakar vilja að Borgarbyggð bjóði á ný út áhaldahúsvinnu

HS verktak ehf. í Borgarnesi var tekið til gjaldþrotaskipta miðvikudaginn 19. júní sl. Meðal samningsbundinna verkefna fyrirtækisins er almenn áhaldahúsvinna, gatnaviðgerðir, snjómokstur og sláttur á opnun svæðum með samningi við sveitarfélagið Borgarbyggð. Í kjölfar þess að fyrirtækið var úrskurðað gjaldþrota samþykkti byggðarráð Borgarbyggðar í lok apríl að semja við nýtt fyrirtæki í eigu tengds aðila og yfirfæra samninginn á nýja kennitölu án þess að nýtt útboð fari fram. Sveitarstjórn ákvað engu að síður á fundi sínum 7. maí sl., í kjölfar bréfs frá samkeppnisaðila í verktakastarfsemi, að vísa málinu aftur til byggðarráðs enda töldu fulltrúar í sveitarstjórn að óeðlilegt þætti að ekki færi fram útboð á þessari vinnu á nýjan leik í ljósi gjaldþrots verktakans. Jökull Fannar Björnsson hjá JBH ehf. segir að fullkomlega væri eðlilegt að sveitarfélagið bjóði nú út þessa starfsemi í ljósi aðstæðna. „Hér er fullt af verktökum sem vel gætu hugsað sér að bjóða í þessa vinnu, en okkur er ekki gert það kleift. Þá er nóg til af vélum á markaðnum sem hægt er með litlum fyrirvara að fá keyptar til að sinna grasslætti og öðrum verkefnum sem felast í samningnum,“ sagði Jökull Fannar.

 

 

 

 

Að sögn Páls S. Brynjarssonar sveitarstjóra mun HS verktak ehf. áfram starfa fyrir sveitarfélagið næstu daga þrátt fyrir gjaldþrot þess. Páll segir ástæðuna þá að byggðarráð hafi enn til umfjöllunar beiðni HS verktaks ehf. um að framselja verktakasamning þess við Borgarbyggð til HSS verktaks ehf., en fyrirtæki það er í eigu aðila í sömu fjölskyldu og átti HS verktak ehf. Þrotabúið mun því sinna verkefnum samkvæmt verktakasamningi þangað til að beiðni fyrirtækisins verður afgreidd af Borgarbyggð og býst Páll við niðurstöðu á næstu dögum, eftir að lögfræðingur sveitarfélagsins og skiptastjóri þrotabús HS verktaks hafa fundað.

 

Rétt er að geta þess að mjög álíkar aðstæður komu upp hjá Akraneskaupstað fyrr í mánuðinum þegar verktakafyrirtæki sem hafði umsjón með slætti á opnum svæðum á Akranesi varð gjaldþrota. Akraneskaupstaður stóð með hraði fyrir nýju útboði á slættinum í kjölfarið og var búið að semja við nýjan verktaka innan hálfs mánaðar.

 

UPPFÆRT KLUKKAN 15:40:

Sjá nýja frétt um þetta mál, sem breytir forsendum töluvert, hér að ofan.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is