Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
02. nóvember. 2004 01:28

Áhugi er fyrir nýrri kirkju á Bifröst

Á miðvikudag í síðustu viku fór biskup Íslands, Sr. Karl Sigurbjörnsson ásamt fylgdarliði að Bifröst í Borgarfirði til að kanna mögulegan stað fyrir nýja kirkju sem áhugi er fyrir að rísi á staðnum. Með biskupi í för voru sóknarpresturinn, prófastur, biskupsritari og arkitekt sem komið hefur að hönnun mannvirkja á Bifröst síðari ár. “Það liggur fyrir að íbúar í þorpinu sem nú er risið á Bifröst telji um 650 manns. Því þykir mörgum eðlilegt að skoðað sé með byggingu nýrrar kirkju á staðnum enda með fjölmennari stöðum hér á landi sem eru án kirkju,” sagði Sr. Brynjólfur Gíslason sóknarprestur í Stafholti í samtali við Skessuhorn.

Bifrestingar eru í Hvammssókn en í Hvammi er lítil kirkja sem á engan hátt getur rúmað kirkjulegar athafnir fyrir þann fjölda sem á Bifröst býr. Ef af kirkjubyggingu verður á Bifröst verða það sóknarbörn í Hvammssókn sem taka ákvörðun um slíkt. “Málinu verður að sjálfsögðu fyrst hreyft á fundi sóknarnefndar sem tekur ákvörðum um framhaldið og vísar þá málinu til safnaðarfundar, eins og ætíð í svo stórum málum. Vegna undirbúnings málsins kom biskup hinsvegar hingað á svæðið og kynnti sér aðstæður og fyrirhugað kirkjustæði. Í drögum að skipulagi er gert ráð fyrir kirkju ofan og norðaustan við byggðinga á Bifröst í landi Hreðavatns ofan við skólastjórabústaðinn sem nú þjónar hlutverki leikskóla. Þar er góður staður fyrir kirkju, víðsýnt og þar mun guðshús sóma sér vel,” sagði Sr. Brynjólfur.

Runólfur Ágústsson rektor Viðskiptaháskólans sagðist í samtali við Skessuhorn fagna öllum áformum um nýja kirkju á staðnum, “enda samrýmist það vilja skólayfirvalda og er rökrétt framhald af annarri uppbyggingu sem hér hefur átt sér stað á undanförnum árum.”

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is