Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
28. júní. 2013 04:30

Búast við hörkuleik Víkings og ÍA á sunnudaginn

Á sunnudagskvöld fer fram leikur Víkings Ólafsvík og ÍA á Ólafsvíkurvelli í Pepsi deild karla í knattspyrnu. Um þýðingarmikinn leik er að ræða fyrir bæði lið sem hafa átt erfitt uppdráttar á Íslandsmótinu það sem af er sumri. Bæði lið eru í neðri helmingi deildarinnar, Skagamenn í 10. sæti með þrjú stig á meðan Ólsarar sitja í botnssætinu með eitt stig, og verður því sigur í leiknum á sunnudaginn einkar mikilvægur fyrir baráttuna í deildarkeppnina í sumar. Liðin mættust síðast á Íslandsmótinu sumarið 2011 þegar bæði léku í 1. deild. Fyrri leikur liðanna það sumar fór fram á Akranesi þar sem liðin skildu jöfn 1-1. Skagamenn höfðu loks betur í seinni leiknum í Ólafsvík 0-1 en báðar viðureignir einkenndust af gríðarlegri baráttu, og skal engan undra því þá líkt og nú var um Vesturlandsslag að ræða. Í tilefni leiksins setti Skessuhorn sig í samband við Guðmund Stein Hafsteinsson, fyrirliða Víkings, og Þorvald Örlygsson, nýráðinn þjálfara ÍA, og ræddi við þá um leikin sem framunda er.

„Þokkalega stór leikur“

Guðmundur S. Hafsteinsson, fyrirliði Víkings.
Guðmundur Steinn Hafsteinsson, fyrirliði Víkings, segir hörkuleik í vændum á sunnudaginn. „Þetta er þokkalega stór leikur sem er framundan og alvöru Vesturlandsslagur. Ég trúi ekki öðru en að mikil stemning sé fyrir leiknum líkt og var þegar við mættum Skagamönnum í 1. deildinni fyrir tveimur árum síðan,“ segir Guðmundur sem segir sína menn vitaskulda ætla að bera sigur úr bítum. Sjálfur hefur hann glímt við meiðsli í nára að undanförnu en er óðum að ná sér á strik og bindur vonir við að vera með í leiknum á sunnudaginn. „Við höfum ekki alveg náð að sýna okkar rétt andlit í sumar og verið skrefinu frá sigri í sumum leikjum. Við höfum verið að vinna í vissum hlutum á æfingum að undanförnu en það sem við þurfum að gera er einfaldlega að vinna aðeins meira í hlutunum og leggja aðeins meira á okkur, þá verður heppnin með okkur,“ bætir hann við.

 

Guðmundur vonaðist að sjálfsögðu til að sjá sem flesta í stúkunni á Ólafsvíkurvelli á sunnudaginn. „Ég hvet alla Ólsara um allt land til að leggja leið sína á völlinn á sunnudaginn. Við þurfum á öllum stuðningi að halda.“

 

Liðið mun leggja sig hart fram

Þorvaldur Örlygsson, þjálfari ÍA.
Þorvaldur Örlygsson þjálfari ÍA segir sína menn tilbúna til leiks fyrir sunnudaginn. Hann segir leikinn leggjast nokkuð vel í sig og sína lærisveina og býst hann við hörkuleik, nú sem fyrr. „Vissulega eru allir leikir jafn erfiðir í deildinni og augljóst mál að það er erfitt fyrir hvaða lið sem er að spila í Ólafsvík. Við ætlum okkur hins vegar ekkert annað en sigur,“ segir Þorvaldur. Hann segir sína mena vera að leggja sig hart fram og á ekki von á öðru en að slíkt verði áfram upp á teningnum á sunnudaginn. Spurður um ástand liðsins fyrir leikinn segir Þorvaldur að nokkur meiðsli hrjá lykilmenn. „Garðar Gunnlaugsson hefur verið meiddur og sömuleiðis Joakim Wrele. Þá glíma Ármann Smári og Arnar Már við meiðsli eftir leikinn gegn Keflavík og eru tæpir. Það kemur í ljós á morgun hvernig hópurinn mun líta út,“ sagði Þorvaldur sem vonast til að sjá sem flesta Skagamenn í stúkunni í Ólafsvík á sunnudaginn.

 

Leikur Víkings og ÍA hefst kl. 20 á sunndaginn en honum verður sjónvarpað í beinni útsendingu á Stöð2 Sport.

 

Sjá stöðuna í Pepsi deild karla hér

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is