Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
04. nóvember. 2004 10:03

Þrír bílar útaf með skömmu millibili

Síðastliðinn fimmtudagsmorgun varð röð óhappa á veginum neðst í Norðurárdal, skammt fyrir neðan þar sem Grábrókarhraun endar. Þá voru aðstæður þannig að ísing myndaðist á stöku blettum á þjóðveginum eins og þekkt er á þessum vegarkafla. Klukkan 10 um morguninn fór fyrsti bíll útaf veginum og skömmu síðar annar bíll á sama stað. Lögregla var kölluð til, hóf skýrslutöku og bílarnir voru dregnir burtu, enda báðir óökuhæfir. Þegar lögreglubíllinn með ökumönnunum innanborðs var kominn nokkurn hundruð metra frá slysstað, áleiðis að Bifröst, lendir tengivagn sem hangir aftan í flutningabíl þversum á veginum og stefnir rakleiðis í áttina að lögreglubílnum.

Með snarræði tókst Ómari Jónssyni, lögregluþjóni úr Borgarnesi, að forða hörðum árekstri með að sveigja lögreglubílinn útaf veginum með þeim afleiðingum að bíllinn skemmist nokkuð. Bílstjóra flutningabílsins tókst hinsvegar að rétta bílinn með tengivagninum af á veginum og ók hann leiðar sinnar og hefur ekki til hans spurts síðan. Þó ótrúlegt megi virðast urðu ekki slys á fólki í þessari ótrúlegu hrinu útafkeyrslna á sama vegarspottanum. 
Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is