Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
05. nóvember. 2004 10:11

Hjarðarfellsbúið verðlaunað

Á Sveitateitinu, árshátíð bænda á Vesturlandi, sem haldið var s.l. laugardag var Hjarðarfellsbúinu veitt viðurkenning fyrir árangur í ræktunarstarfi. Hjarðarfell er í Miklaholtshreppi og er búið rekið af bræðrunum Guðbjarti og Högna Gunnarssonum frá Hjarðarfelli ásamt konum þeirra Hörpu Jónsdóttur og Báru Katrínu Finnbogadóttur. Á Hjarðarfelli er rekið blandað bú með um það bil 20 mjólkurkýr og 460 fjár. Á undanförnum árum hafa komið margir afgerandi kynbótagripir frá Hjarðarfelli bæði úr sauðfjárræktinni og nautgriparæktinni auk þess sem lömb frá Hjarðarfelli hafa verið seld vítt og breitt um landið til kynbóta og endurnýjunar fjárstofna eftir niðurskurð.

Fyrir utan að sinna kynbótastarfi í sinni fjárhjörð svo eftir er tekið með árangur, þá hafa Hjarðarfellsbændur með sinni ræktun haft mótandi áhrif á kynbótastarfið í landinu enda hefur Hjarðarfell lengi verið þekkt nafn í starfsemi sauðfjársæðingastöðvanna. Á annan tug hrúta hafa verið fengnir þaðan á stöðvarnar og má t.d. nefna Mola 00-882 og Þokka 01-878 sem eru nú á sæðingastöð en eldri kunnugleg nöfn eru t.d. Bjartur, Fóstri, Oddi, Glitnir, Bóndi og Kjarni. Þeir tveir síðasttöldu eru fæddir 1974 og 1975 og standa nú mjög víða að baki öflugustu hjörðum landsins í dag ef litið er til kjötsöfnunar eins og t.d. Hestsfénu en Kjarni var notaður þar á sínum tíma. Sem dæmi um áhrif Bónda má nefna að talið er að lærahold í Garpi frá Lækjarhúsum megi rekja til hans. Garpur er eins og menn þekkja einn áhrifamesti kynbótahrútur sæðingastöðvanna síðustu ár.

 

Annað sem vert er að nefna varðandi mótandi áhrif af Hjarðarfellsfénu er að víða um land eru hjarðir ýmist frá eða út af Hjarðarfellsfé, tilkomnar vegna fjárskipta vegna riðuniðurskurðar en samkvæmt upplýsingum frá BÍ hafa þessar hjarðir skilað meiri framförum í kynbótastarfinu á viðkomandi bæjum en fé víðast annarsstaðar frá.

 

Á Hjarðarfelli hafa lengi verið góðar mjólkurkýr og m.a. verðlaunakýr á Snæfellsnesi.

 

Árið 1998 varð Sjöfn 129 hæsta kýring í kúaskoðunum á Snæfellsnesi.

Árið 2003 varð Sjöfn 172 verðlaunuð sem hæsta kýrin á Snæfellsnesi úr árgangi fæddum árið 1999.

 

Einnig hafa verið keyptir óvenju margir kálfar frá Hjarðarfelli til Nautastöðvar Bændasamtaka Íslands miðað við önnur bú á Vesturlandi eða alls níu kálfar frá árinu 1979.

 

Þekkur fæddur 1979

Magni fæddur 1981

Otur fæddur 1991

Tjaldur fæddur 1993

Gróandi fæddur 1995

Laukur fæddur 1999

Kapteinn fædurr 2002

Pílatus fæddur 2002

Depill fæddur 2003

 

Af þeim hafa fimm komið til nota í ræktunarstarfinu en aðrir verið felldir á einhverjum stigum í uppvexti og meðferð.

 

Hjarðarfellsbændum er óskað áframhaldandi velgengni í ræktunarstarfinu.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is