Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
05. nóvember. 2004 10:12

Ákveðið að Norðurál verði enn stærra

Norðurál hefur ákveðið að auka við fyrirhugaða stækkun álverksmiðjunnar á Grundartanga. Viðbótin nemur 32 þúsund tonnum og verður heildarframleiðslugeta verksmiðjunnar því 212 þúsund tonn haustið 2006, en ekki 180 þúsund tonn eins og þegar var ákveðið.  Verður verksmiðja Norðuráls þá stærsta álverksmiðja landsins.  Orkuveita Reykjavíkur og Hitaveita Suðurnesja munu auka raforkusölu sína til fyrirtækisins um 54 MW vegna þessa. Jafnframt er stefnt á átta þúsund tonna stækkun að auki seint á árinu 2006 sem eykur þá raforkusöluna um 15 MW en það er háð samningum um orku og orkuflutninga. Ennfremur hafa Orkuveita Reykjavíkur og Norðurál ákveðið að kanna forsendur fyrir orkuviðskiptum fyrir allt að 40.000 tonna stækkun til viðbótar, þannig að þar með næði álverið 260.000 tonna stærð. Gert er ráð fyrir að samningar þessir verði endanlega undirritaðir eftir tvær vikur.

Með framkvæmdunum skapast mörg störf bæði hjá orkufyrirtækjunum og Norðuráli. Auk þess verður til fjölþætt þekking og reynsla á virkjun háhitasvæða á Íslandi, sem getur nýst á fleiri sviðum verðmætasköpunar þegar fram í sækir. Framkvæmdirnar í heild sinni eru mikilvægir áfangar á vegi sjálfbærrar þróunar með hagnýtingu vistvænnar orku og eru til þess fallnar að lágmarka enn frekar losun úrgangsefna við framleiðslu áls.

 

Rösklega 800 manns munu starfa að uppbyggingu orkuvera og álvers. Þegar framkvæmdum lýkur munu um 30 - 40 manns vinna við virkjanirnar og rúmlega 350 manns starfa hjá Norðuráli, en þar af bætast við um 160 ný störf vegna stækkunarinnar. Að auki verður um fjölda afleiddra starfa að ræða en reynslan sýnir að fyrir hvert nýtt starf í álveri á borð við Norðurál verða til a.m.k. 1,5 önnur í samfélaginu. Verðmæti aukningar á útflutntingi frá Íslandi vegna stækkunar álvers Norðuráls í 212.000 tonn nemur tæpum 4 milljörðum á ári.    Öll verkfræðivinna við álver Norðuráls er framkvæmd af íslenskum verkfræðifyrirtækjum og starfa þegar mest er 80 íslenskir verkfræðingar við umsjón á uppbyggingu álversins.  Þá er fjármögnun álversins í höndum íslenskra banka.  Öll verktakavinna við álverið er einnig framkvæmd af íslenskum verktökum.  Þá eru Orkuverin á Hellisheiði og á Reykjanesi einnig byggð á íslensku hugviti og öll framkvæmd í höndum íslenskra fyrirtækja.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is