Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
05. nóvember. 2004 10:10

Deilt um slátrunarmál á Alþingi

Jón Bjarnason VG, fór fram á utandagskrárumræður á Alþingi um málefni sláturhússins í Búðardal sem fékk ekki starfsleyfi í haust. Jón sagði atvinnuástand í Dalabyggð vera dapurt og því slái það byggðina illilega þegar stórum vinnustað eins og sláturhúsinu er skyndilega lokað og fjöldi fólks missir af vinnutekjum sem það á ekki kost á að sækja annað. Í sláturhúsinu í Búðardal hefur starfað 50 til 60 manns í sláturtíð og 5 störf að vetrinum og þetta séu reiknað sem 15 til 20 ársstörf. Hann benti á að Byggðastofnun, verkfæri stjórnvalda til byggðaaðgerða, eigi 95% í sláturhúsinu.

,,Maður skyldi því ætla að hæg væru heimatökin hjá stjórnvöldum að beita sér fyrir endurbótum sem þarf að gera á húsinu til þess að það geti starfað með eðlilegum hætti og fylgt þar með líka áætlun byggðaáætlunar,“ sagði Jón.

 

Hann spurði síðan landbúnaðarráðherra hvernig það samræmist stefnu ríkisstjórnarinnar í byggðamálum og eflingu atvinnulífs í Dalabyggð og nærsveitum að láta loka sláturhúsinu í Búðardal. Hann spurði líka hvort ráðherra hyggist beita sér fyrir aðgerðum sem stuðla munu að áframhaldandi rekstri sláturhúss og kjötvinnslu í Búðardal?

 

Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra svaraði Jóni og sagði að hann yrði að átta sig á því að sláturhúsinu hafi ekki verið lokað. Það hafi ekki uppfyllt kröfur um löggildingu sem landbúnaðarráðuneytið getur ekki gefið út fyrr en að fengnum meðmælum yfirdýralæknis en þau hafi ekki fengist. Hann las síðan upp lög frá Alþingi um slátrun og meðferð sláturafurða máli sínu til stuðnings.

 

Hann benti á að í september 2003 hafi landbúnaðarráðuneytið heimilað slátrun í Búðardal að tillögu embættis yfirdýralæknis. En í bréfinu var tekið skýrt fram að ekki verði aftur heimiluð slátrun í húsinu fyrr en lokið verði að fullu við þær endurbætur sem nauðsynlegt sé að gera á húsinu svo það uppfylli kröfur reglugerðar nr. 461 frá 2003 um slátrun og meðferð sláturafurða og reglugerðar nr. 40 frá 1999 um innra eftirlit í sláturhúsum og kjötverkunarstöðvum þeirra.

 

Guðni sagði að þessum endurbótum hafi ekki verið sinnt að mati yfirdýralæknis. Því hafi ekki verið forsendur til þess að fyrir ráðuneytið að löggilda sláturhúsið samkvæmt núgildandi reglugerð.

 

Varðandi spurningar Jóns Bjarnasonar sagði landbúnaðarráðherra að það væri ekki í sínum höndum að taka ákvörðun um það hvort verði áframhaldandi rekstur sláturhús og kjötvinnslu í Búðardal. Sú ákvörðun væri í höndum eigenda og stjórnenda Dalalambs en þeir verði hins vegar að uppfylla núgildandi lög og reglugerðir hvað varðar sláturhús eins og öll önnur sláturhús í landinu gera nú. Hann sagði Dalamenn hafa fullan rétt að ljúka endurbótum á sláturhúsinu en þeir verði að gera það í tíma til að fá starfs 

Af bondi.is

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is