Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
02. júlí. 2013 04:59

Segir að breikka þurfi hringveginn

Að fenginni reynslu um síðustu helgi þegar mikil umferð var á þjóðveginum í gegnum Borgarfjörð, veltir Theodór Þórðarson yfirlögregluþjónn því upp hvort brýnt sé orðið að tvöfalda vegina út frá höfuðborgarsvæðinu til að umferðin gangi betur fyrir sig. „Í stað þess að ýta þessu alltaf á undan sér vegna mikils kostnaðar finnst mörgum atvinnubílstjórum það tilvalið að byrja frekar smátt og smátt á þessari framkvæmd sem gæti þá hafist fyrr. Til dæmis með því að breikka vegina í völdum brekkum þar sem þá er hægt að fara fram úr hægfara bílalestum á öruggan hátt. Ennfremur mætti velja góða beina kafla til tvöföldunar,“ segir Theodór.

 

 

 

Hann bendir á að í Borgarfirði mætti hugsa sér slíkar breikkanir aðallega til að greiða fyrir umferð til norðurs. Það yrði gert á eftirtöldum stöðum, svo nokkur dæmi séu tekin; í brekkunni frá Hvalfjarðargöngunum að Kúludalsá, frá Urriðaá við Akranesvegamótin að Hagamel, Skorholtsbrekkan frá beygjunni við Skipanes og upp fyrir Geldingaá, á beinum köflum frá Fiskilæk og á Hafnarmelum, frá Hvítárvallavegi við Gufuá og upp undir Eskiholtssneiðina, frá Daníelslundi að Svignaskarði, upp Kolásinn hjá Munaðarnesi, við Hvamm í Norðurárdal, við Sveinatungu og upp frá Fornahvammi upp undir Krókalækina.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is